Erlent

Senda fleiri her­menn vegna of­beldis­öldu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Darfur-hérað er í vesturhluta Súdan.
Darfur-hérað er í vesturhluta Súdan. Vísir/Getty

Stjórnvöld í Súdan hyggjast senda fleiri hermenn til Darfúr-héraðs en þar hefur ofbeldisalda risið enn á ný. Óþekktir vígamenn myrtu áttatíu manns á svæðinu á laugardag og aðra tuttugu á föstudaginn var, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Hundruð þúsunda hafa látið lífið í Darfúr í átökum uppreisnarhópa og ríkisstjórnarinnar frá árinu 2003 og hafa milljónir þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna. Í árásunum um helgina kveiktu vígamennirnir í húsum þorpsbúa og eyðilögðu markaði og verslanir.

Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdans, er nú fyrir rétti í höfuðborginni Khartoum en honum var steypt af stóli á síðasta ári. Þá er hann einnig eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum þar sem hann er sakaður um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.