Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 08:01 Anthony Fauci segist hafa fengið fjölmargar morðhótanir að undanförnu. AP/Susan Walsh Forsvarsmenn bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Sinclair Group hafa ákveðið að fresta útsendingu umdeilds þáttar um samsæriskenningu sem snýr að því að Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hafi komið að þróun nýju kórónuveirunnar. Stefnt er að því að sýna þáttinn um næstu helgi eftir að búið er að auka samhengi og bæta við fleiri sjónarmiðum, samkvæmt talsmanni Sinclair sem AP fréttaveitan ræddi við. Sinclair er umdeilt fyrirtæki sem er mjög umfangsmikið í rekstri héraðsmiðla í Bandaríkjunum og rekur sjónvarpsstöðvar víðsvegar um landið. Til stóð að sýna umræddan þátt: „America This Week“ á öllum stöðvum fyrirtækisins um helgina. Þátturinn hafði áður verið birtur á netinu. Í kjölfar þess var þátturinn harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir hættulegar samsæriskenningar. Meðal annars átti að sýna viðtal við aðila sem komu að myndbandinu Plandemic, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í sumar. Það er framleitt af andstæðingum bóluefna og inniheldur fjölmargar rangfærslur og lygar um kórónuveiruna og heimsfaraldur hennar. Myndbandið var að endingu fjarlægt af vefjum Facebook, Google og Twitter, þó enn megi finna útgáfur þess þar. ⚠️BLOODY HELL—Sinclair-owned local TV stations across US are set to air the discredited "Plandemic" conspiracy theory. The segment that is set to air asserts Fauci is responsible for creation of #COVID19. Boycott @WeAreSinclair! #SinclairAdvertiserBoycott https://t.co/sDQNMm9STM pic.twitter.com/RkNFZtsEDH— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 25, 2020 Sérfræðingar segja rangt að veiran hafi verið þróuð á rannsóknarstofu. Veiran beri þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Þrátt fyrir það var sjónarmiðum þeirra sem komu að Plandemic ekkert mótmælt í umræddum þætti. Eftir þáttinn ræddi Eric Bolling, þáttastjórnandinn sem vann áður á Fox News, við sérfræðin sem sagði „engar vísbendingar um að Fauci hefði komið framleiðslu veirunnar“. Á meðan þátturinn var í gangi var hins vegar textaborði neðst á skjánum þar sem stóð: „Skapaði Fauci veiruna?“ Í fyrstu sagðist Sinclair ætla að sýna þáttinn víðsvegar um Bandaríkin og í yfirlýsingum frá fyrirtækinu var því haldið fram að málið sneri að málfrelsi. Fyrirtækið styddi ekki við þau sjónarmið sem fram kæmu en það styddi málfrelsi og umræðu um „umdeild sjónarmið“. After further review, we have decided to delay this episode's airing. We will spend the coming days bringing together other viewpoints and provide additional context. All stations have been notified not to air this and will instead be re-airing last week’s episode in its place.— Sinclair Broadcast Group (@WeAreSinclair) July 25, 2020 Fauci hefur á undanförnum mánuðum ítrekað verið gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og stuðningsmönnum hans vegna ummæla hans um faraldurinn. Hann hefur verið talsmaður þess að auka inngrip í líf Bandaríkjamanna og setja á samkomu- og útgöngubann. Hann er sömuleiðis einn fárra embættismanna sem hafa þorað opinberlega að leiðrétta Trump. Vegna hótana í hans garð þurfti fyrr í sumar að auka öryggisgæslu hans. Hann var nýverið til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi meðal annars þær hótanir sem honum hefur borist. Fauci sagðist þar hafa fengið raunverulegar morðhótanir og að fjölskyldu hans hafi ítrekað verið hótað. „Það er fólk sem er virkilega reitt og heldur að ég sé að hafa áhrif á líf þeirra því ég er að ýta undir heilbrigðisaðgerðir,“ sagði Fauci. Hann sagðist skilja að vissu leyti af hverju fólk væri ósátt við mögulegar aðgerðir sem hafi möguleg neikvæð áhrif. Þessi gífurlega reiði væri þó illskiljanleg. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Sinclair Group hafa ákveðið að fresta útsendingu umdeilds þáttar um samsæriskenningu sem snýr að því að Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hafi komið að þróun nýju kórónuveirunnar. Stefnt er að því að sýna þáttinn um næstu helgi eftir að búið er að auka samhengi og bæta við fleiri sjónarmiðum, samkvæmt talsmanni Sinclair sem AP fréttaveitan ræddi við. Sinclair er umdeilt fyrirtæki sem er mjög umfangsmikið í rekstri héraðsmiðla í Bandaríkjunum og rekur sjónvarpsstöðvar víðsvegar um landið. Til stóð að sýna umræddan þátt: „America This Week“ á öllum stöðvum fyrirtækisins um helgina. Þátturinn hafði áður verið birtur á netinu. Í kjölfar þess var þátturinn harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir hættulegar samsæriskenningar. Meðal annars átti að sýna viðtal við aðila sem komu að myndbandinu Plandemic, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í sumar. Það er framleitt af andstæðingum bóluefna og inniheldur fjölmargar rangfærslur og lygar um kórónuveiruna og heimsfaraldur hennar. Myndbandið var að endingu fjarlægt af vefjum Facebook, Google og Twitter, þó enn megi finna útgáfur þess þar. ⚠️BLOODY HELL—Sinclair-owned local TV stations across US are set to air the discredited "Plandemic" conspiracy theory. The segment that is set to air asserts Fauci is responsible for creation of #COVID19. Boycott @WeAreSinclair! #SinclairAdvertiserBoycott https://t.co/sDQNMm9STM pic.twitter.com/RkNFZtsEDH— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 25, 2020 Sérfræðingar segja rangt að veiran hafi verið þróuð á rannsóknarstofu. Veiran beri þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Þrátt fyrir það var sjónarmiðum þeirra sem komu að Plandemic ekkert mótmælt í umræddum þætti. Eftir þáttinn ræddi Eric Bolling, þáttastjórnandinn sem vann áður á Fox News, við sérfræðin sem sagði „engar vísbendingar um að Fauci hefði komið framleiðslu veirunnar“. Á meðan þátturinn var í gangi var hins vegar textaborði neðst á skjánum þar sem stóð: „Skapaði Fauci veiruna?“ Í fyrstu sagðist Sinclair ætla að sýna þáttinn víðsvegar um Bandaríkin og í yfirlýsingum frá fyrirtækinu var því haldið fram að málið sneri að málfrelsi. Fyrirtækið styddi ekki við þau sjónarmið sem fram kæmu en það styddi málfrelsi og umræðu um „umdeild sjónarmið“. After further review, we have decided to delay this episode's airing. We will spend the coming days bringing together other viewpoints and provide additional context. All stations have been notified not to air this and will instead be re-airing last week’s episode in its place.— Sinclair Broadcast Group (@WeAreSinclair) July 25, 2020 Fauci hefur á undanförnum mánuðum ítrekað verið gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og stuðningsmönnum hans vegna ummæla hans um faraldurinn. Hann hefur verið talsmaður þess að auka inngrip í líf Bandaríkjamanna og setja á samkomu- og útgöngubann. Hann er sömuleiðis einn fárra embættismanna sem hafa þorað opinberlega að leiðrétta Trump. Vegna hótana í hans garð þurfti fyrr í sumar að auka öryggisgæslu hans. Hann var nýverið til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi meðal annars þær hótanir sem honum hefur borist. Fauci sagðist þar hafa fengið raunverulegar morðhótanir og að fjölskyldu hans hafi ítrekað verið hótað. „Það er fólk sem er virkilega reitt og heldur að ég sé að hafa áhrif á líf þeirra því ég er að ýta undir heilbrigðisaðgerðir,“ sagði Fauci. Hann sagðist skilja að vissu leyti af hverju fólk væri ósátt við mögulegar aðgerðir sem hafi möguleg neikvæð áhrif. Þessi gífurlega reiði væri þó illskiljanleg.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent