Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 12:43 Trudeau með eiginkonu sinni Sophie. Hún hefur starfað sem sendiherra fyrir góðgerðasamtök sem ríkisstjórn Trudeau veitti milljarðasamning. Trudeau hefur sjálfur talað á viðburðum samtakanna. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. Ríkisstjórn Trudeau veitti góðgerðasamtökunum WE Charity samning um að sjá um útdeilingu námslána sem eru hluti af viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Samningurinn er talinn færa samtökunum um 43 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæpra 4,4 milljarða íslenskra króna. Í framhaldinu var upplýst að samtökin hefðu greitt ættingjum Trudeau og Bills Morneau, fjármálaráðherra, hundruð þúsunda dollara, jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna, í þóknanir fyrir fyrirlestra og ferðakostnað. Móðir Trudeau og bróður hafa fengið greiðslur frá samtökunum og eiginkona hans Sophie hefur unnið sem sendiherra fyrir þau. Málið hefur vakið reiði í Kanada og krefst stjórnarandstaðan þess að Morneau segi af sér. Siðanefnd rannsakar nú bæði Trudeau og Morneau, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Trudeau hefur þegar staðið af sér nokkur hneykslismál. Siðanefnd taldi Trudeau hafa brotið lög um hagsmunaárekstra þegar hann og aðstoðarmenn hans þrýsti ítrekað á þáverandi dómsmálaráðherra að gera sátt við SNC-Lavalin, stórt verktaka- og verkfræðifyrirtæki, sem var sakað um spillingu í fyrra. Í kosningabaráttunni í fyrra birtust myndir af Trudeau í grímubúningi þar sem hann hafði litað andlit sitt dökkt fyrir um tuttugu árum. Þá taldi siðanefnd hann sekan um frekari siðabrot árið 2018 þegar hann þáði boðsferð fyrir sig og fjölskyldu sína til einkaeyju auðkýfings á Bahamaeyjum. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. Ríkisstjórn Trudeau veitti góðgerðasamtökunum WE Charity samning um að sjá um útdeilingu námslána sem eru hluti af viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Samningurinn er talinn færa samtökunum um 43 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæpra 4,4 milljarða íslenskra króna. Í framhaldinu var upplýst að samtökin hefðu greitt ættingjum Trudeau og Bills Morneau, fjármálaráðherra, hundruð þúsunda dollara, jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna, í þóknanir fyrir fyrirlestra og ferðakostnað. Móðir Trudeau og bróður hafa fengið greiðslur frá samtökunum og eiginkona hans Sophie hefur unnið sem sendiherra fyrir þau. Málið hefur vakið reiði í Kanada og krefst stjórnarandstaðan þess að Morneau segi af sér. Siðanefnd rannsakar nú bæði Trudeau og Morneau, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Trudeau hefur þegar staðið af sér nokkur hneykslismál. Siðanefnd taldi Trudeau hafa brotið lög um hagsmunaárekstra þegar hann og aðstoðarmenn hans þrýsti ítrekað á þáverandi dómsmálaráðherra að gera sátt við SNC-Lavalin, stórt verktaka- og verkfræðifyrirtæki, sem var sakað um spillingu í fyrra. Í kosningabaráttunni í fyrra birtust myndir af Trudeau í grímubúningi þar sem hann hafði litað andlit sitt dökkt fyrir um tuttugu árum. Þá taldi siðanefnd hann sekan um frekari siðabrot árið 2018 þegar hann þáði boðsferð fyrir sig og fjölskyldu sína til einkaeyju auðkýfings á Bahamaeyjum.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira