Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:26 Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd í skýrslu þingnefndar. Vísir/Getty Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Sagði nefndin vinnubrögðin vera „sláandi“ og að þau gætu haft langvarandi afleiðingar fyrir efnahagskerfi landsins. Á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá skýrslu nefndarinnar þar sem kemur fram að fjármálaráðuneyti landsins hafi ekki komið fram með stuðningsáætlanir fyrr en um miðjan mars. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í landinu voru staðfest þann 31. janúar. Ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki búið sig betur undir heimsfaraldurinn og afleiðingar hans. Mikill seinagangur hafi verið í viðbrögðum yfirvalda, enda hafi þurft að útfæra allar áætlanir frá grunni. Það hafi skapað mikla óvissu fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að ríkisstjórnin hafi æft viðbrögð við heimsfaraldri árið 2016 í svokallaðri Cygnus-æfingu sem stóð yfir í þrjá daga. Viðskipta-, orku- og iðnaðarþróunarstofnun landsins hafi þó ekki vitað af æfingunni og gagnrýnir nefndin skort á samráði. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi ekki hugað að mögulegum áhrifum [veirunnar] á hagkerfið.“ Í niðurstöðum skýrslunnar er kallað eftir frekara gagnsæi í ákvarðanatöku stjórnvalda og ítrekað mikilvægi þess að yfirvöld endurskoði verkferla í neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Margar ákvarðanatökur hafi tekið of langan tíma, til að mynda hvernig skyldi útfæra smitrakningu og útdeila hlífðarbúnaði þegar skorturinn var sem mestur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05 Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Sagði nefndin vinnubrögðin vera „sláandi“ og að þau gætu haft langvarandi afleiðingar fyrir efnahagskerfi landsins. Á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá skýrslu nefndarinnar þar sem kemur fram að fjármálaráðuneyti landsins hafi ekki komið fram með stuðningsáætlanir fyrr en um miðjan mars. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í landinu voru staðfest þann 31. janúar. Ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki búið sig betur undir heimsfaraldurinn og afleiðingar hans. Mikill seinagangur hafi verið í viðbrögðum yfirvalda, enda hafi þurft að útfæra allar áætlanir frá grunni. Það hafi skapað mikla óvissu fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að ríkisstjórnin hafi æft viðbrögð við heimsfaraldri árið 2016 í svokallaðri Cygnus-æfingu sem stóð yfir í þrjá daga. Viðskipta-, orku- og iðnaðarþróunarstofnun landsins hafi þó ekki vitað af æfingunni og gagnrýnir nefndin skort á samráði. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi ekki hugað að mögulegum áhrifum [veirunnar] á hagkerfið.“ Í niðurstöðum skýrslunnar er kallað eftir frekara gagnsæi í ákvarðanatöku stjórnvalda og ítrekað mikilvægi þess að yfirvöld endurskoði verkferla í neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Margar ákvarðanatökur hafi tekið of langan tíma, til að mynda hvernig skyldi útfæra smitrakningu og útdeila hlífðarbúnaði þegar skorturinn var sem mestur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05 Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05
Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00