Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 16:07 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja. Íslenska fyrirtækið segir umfjöllun um meint skattsvik fyrirtækisins fulla af rangfærslum. Namibísku fjölmiðlarnir The Namibian og Namibian Sun greina frá því á Twitter að dómari hafi hafnað ósk Esau og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar hans, um lausn. Dómarinn teldi málið gegn þeim sterkt og að það græfi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu að hvítflibbaglæpamönnum væri alltaf veitt lausn gegn tryggingu. BREAKING: Fishrot accused Bernhardt Esau and Tamson Hatuikulipi have been denied bail. Magistrate Duard Kesslau says the pair has a strong case to answer, adding that the continuous granting of bail to white-collar accused persons is eroding public faith in the justice system. pic.twitter.com/ne5lKsLxpc— Namibian Sun (@namibiansun) July 22, 2020 JUST IN ... A key finding by the magistrate: It is his opinion that there is a strong case against former fisheries minister Bernhard Esau and his son-in-law Tamson Hatuikulipi. The two have been refused bail. pic.twitter.com/jM4qWefqFn— The Namibian (@TheNamibian) July 22, 2020 Esau og Hatuikulipi eru í hópi namibískra embættismanna og aðila þeim tengdum sem er sakaður um að hafa tekið við mútum frá félögum Samherja í skiptum fyrir kvóta á namibískum fiskimiðum. Fullyrt var að fjármálaráðuneyti Namibíu væri með skattamál Samherja til rannsóknar í umfjöllun OCCRP, samtaka rannsóknarblaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu, í vikunni. Félög Samherja hafi flutt fjármuni úr landi til að forðast skattgreiðslur, selt fisk á undirverði og rukkað dótturfélag um yfirverð fyrir togara til þess að lækka skattgreiðslur sínar. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í gær segir fyrirtækið að umfjöllun OCCRP sé „endurtekið efni“. Það telji þá myndin sem dregin sé upp í umfjölluninni villandi. Fjölmargar rangfærslur komi fram í greininni, ýmislegt sé slitið úr samhengi og þarfnist skýringa. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00 Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja. Íslenska fyrirtækið segir umfjöllun um meint skattsvik fyrirtækisins fulla af rangfærslum. Namibísku fjölmiðlarnir The Namibian og Namibian Sun greina frá því á Twitter að dómari hafi hafnað ósk Esau og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar hans, um lausn. Dómarinn teldi málið gegn þeim sterkt og að það græfi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu að hvítflibbaglæpamönnum væri alltaf veitt lausn gegn tryggingu. BREAKING: Fishrot accused Bernhardt Esau and Tamson Hatuikulipi have been denied bail. Magistrate Duard Kesslau says the pair has a strong case to answer, adding that the continuous granting of bail to white-collar accused persons is eroding public faith in the justice system. pic.twitter.com/ne5lKsLxpc— Namibian Sun (@namibiansun) July 22, 2020 JUST IN ... A key finding by the magistrate: It is his opinion that there is a strong case against former fisheries minister Bernhard Esau and his son-in-law Tamson Hatuikulipi. The two have been refused bail. pic.twitter.com/jM4qWefqFn— The Namibian (@TheNamibian) July 22, 2020 Esau og Hatuikulipi eru í hópi namibískra embættismanna og aðila þeim tengdum sem er sakaður um að hafa tekið við mútum frá félögum Samherja í skiptum fyrir kvóta á namibískum fiskimiðum. Fullyrt var að fjármálaráðuneyti Namibíu væri með skattamál Samherja til rannsóknar í umfjöllun OCCRP, samtaka rannsóknarblaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu, í vikunni. Félög Samherja hafi flutt fjármuni úr landi til að forðast skattgreiðslur, selt fisk á undirverði og rukkað dótturfélag um yfirverð fyrir togara til þess að lækka skattgreiðslur sínar. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í gær segir fyrirtækið að umfjöllun OCCRP sé „endurtekið efni“. Það telji þá myndin sem dregin sé upp í umfjölluninni villandi. Fjölmargar rangfærslur komi fram í greininni, ýmislegt sé slitið úr samhengi og þarfnist skýringa.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00 Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00
Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00
Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“