De Bruyne og Sterling bættu eigin met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 19:30 Þessir hafa átt ágætis tímabil. EPA/GERRY PENNY Manchester City mætti Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Til að gera langa sögu stutta þá vann City öruggan 4-0 sigur og Watford eru enn í bullandi fallbaráttu. Sterling skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var tekin af velli áður en hann náði að fullkomna þrennu sína þó svo að hann hafi fengið tækifæri til þess. Með mörkunum er Sterling kominn upp í 19 mörk í deildinni á leiktíðinni. Hinn 25 ára gamli Sterling hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu og sama tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði kantmaðurinn öflugi 17 mörk í deildinni og þar áður náði hann að koma knettinum 18 sinnum í net andstæðinganna. Hann er nú kominn upp í 19 mörk og gæti vel farið yfir 20 marka múrinn þar sem Manchester City mætir nú þegar föllnu liði Norwich City í síðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. 19 goals.Raheem Sterling's best-ever scoring season in the Premier League yet pic.twitter.com/AU97NPCB7T— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Sterling var ekki eini maðurinn sem sló persónulegt met í leiknum en Kevin De Bruyne lagði upp sitt nítjánda mark á tímabilinu þegar hann átti aukaspyrnu fyrir mark Watford á 66. mínútu. Þar mætti Aymeric Laporte og stangaði knöttinn í netið. De Bruyne lagði upp 18 mörk tímabilið 2016 til 2017 og ári síðar lagði hann upp 16 mörk. Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en hefur heldur betur bætt upp fyrir það í vetur - og sumar. KDB grabs his 19th assist of the Premier League season, his own personal best pic.twitter.com/7Ken1kSOKN— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Manchester City mun enda í 2. sæti deildarinnar og þó það séu vonbrigði þá er liðið marka-hæsta lið Evrópu með 97 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þurfa því þrjú mörk gegn Norwich til að ná 100 mörkum í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Sjá meira
Manchester City mætti Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Til að gera langa sögu stutta þá vann City öruggan 4-0 sigur og Watford eru enn í bullandi fallbaráttu. Sterling skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var tekin af velli áður en hann náði að fullkomna þrennu sína þó svo að hann hafi fengið tækifæri til þess. Með mörkunum er Sterling kominn upp í 19 mörk í deildinni á leiktíðinni. Hinn 25 ára gamli Sterling hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu og sama tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði kantmaðurinn öflugi 17 mörk í deildinni og þar áður náði hann að koma knettinum 18 sinnum í net andstæðinganna. Hann er nú kominn upp í 19 mörk og gæti vel farið yfir 20 marka múrinn þar sem Manchester City mætir nú þegar föllnu liði Norwich City í síðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. 19 goals.Raheem Sterling's best-ever scoring season in the Premier League yet pic.twitter.com/AU97NPCB7T— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Sterling var ekki eini maðurinn sem sló persónulegt met í leiknum en Kevin De Bruyne lagði upp sitt nítjánda mark á tímabilinu þegar hann átti aukaspyrnu fyrir mark Watford á 66. mínútu. Þar mætti Aymeric Laporte og stangaði knöttinn í netið. De Bruyne lagði upp 18 mörk tímabilið 2016 til 2017 og ári síðar lagði hann upp 16 mörk. Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en hefur heldur betur bætt upp fyrir það í vetur - og sumar. KDB grabs his 19th assist of the Premier League season, his own personal best pic.twitter.com/7Ken1kSOKN— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Manchester City mun enda í 2. sæti deildarinnar og þó það séu vonbrigði þá er liðið marka-hæsta lið Evrópu með 97 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þurfa því þrjú mörk gegn Norwich til að ná 100 mörkum í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Sjá meira
Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50