Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 18:46 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. Þetta kemur fram í bréfi sem formaðurinn sendi félagsmönnum. Í bréfinu segist hann ekki hafinn yfir gagnrýni, frekar en stjórn VR. Áður hafði verið greint frá því að VR myndi beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Nú er staðan þó önnur. „Undanfarið hafa stór orð verið látin falla um málefni Icelandair. Hafa þau verið túlkuð á mismunandi vegu og oft á tíðum afvegaleidd frá kjarna málsins. Félagsmenn VR sem starfa hjá Icelandair hafa tekið á sig starfs- og launaskerðingu sem við höfum mótmælt harðlega. Sömuleiðis útvistun starfa til Filippseyja á meðan félagsmönnum okkar er sagt upp störfum,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Hann segist þó vilja taka af allan vafa og segir skrif sín og yfirlýsingar stjórnar VR hafa verið í nafni þeirrar stöðu sem félagsmenn VR eru í. Þó viðurkennir hann að álykta hafi mátt að þær tengdust baráttu annarra stétta innan félagsins. „Þó ber að nefna að öll hreyfingin og þá sérstaklega félögin innan ASÍ fóru mjög harkalega fram, sameinuð, þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarsamninga og stéttarbaráttunnar eins og við þekkjum hana í dag og grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi.“ Ragnar segist í bréfinu ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef forsvarsmenn atvinnulífsins kæmust beggja megin borðs, eða gætu sniðgengið stéttarfélög með því að semja við önnur félög, sem væru hliðhollari stefnu þeirra og áherslum. „Mér hafa borist póstar frá félagsmönnum þar sem þeir lýsa óánægju sinni með framgöngu mína, að ég sé að vinna fyrir aðra en félagsmenn VR og upplifun sinni á því að formaður félagsins væri að beita sér fyrir því að Icelandair fari þrot.“ Ekki hafinn yfir gagnrýni Ragnar segir að hvorki hann né stjórn VR séu hafinu yfir gagnrýni og að honum þyki leitt að upplifun félagsmanna VR sé eins og raun bert vitni. „Til að taka af allan vafa þá viljum við bjarga félaginu. Með öllum ráðum munum við beita okkur fyrir því að það verði gert. Ég hef hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Það er ekki bara mín skoðun heldur margra sem starfa innan lífeyrissjóðanna eða eru í fjárfestingum almennt,“ skrifar Ragnar. Hann hafi þess vegna litið á það sem viðleitni í að bjarga félaginu að krefjast þess að stjórn félagsins víki til að liðka fyrir frekari áhuga fjárfesta. „Ég mun leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Ekki vegna þess að það samdist við flugfreyjur og ekki vegna þess að samningsrétti og framtíð stéttarfélaga var bjargað fyrir horn heldur vegna þess að við erum í vinnu fyrir ykkur en ekki öfugt.“ Þá segist Ragnar harma það mjög að félagsmenn VR sem starfa eða hafa starfað hjá Icelandair upplifi það að félagið gangi ekki nógu hart fram fyrir hönd þess, þegar hvað harðast var að þeim sótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag var rætt við starfsmann Icelandair sem er skráður félagi í VR. Kvaðst hann ekki ánægður með framgöngu Ragnars Þórs. „Ég er sannfærður um að Icelandair lifi þessar hremmingar af og rísi upp þó erfitt sé að spá um það í dag hvernig það verður nákvæmlega á endanum gert,“ skrifar Ragnar Þór að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. Þetta kemur fram í bréfi sem formaðurinn sendi félagsmönnum. Í bréfinu segist hann ekki hafinn yfir gagnrýni, frekar en stjórn VR. Áður hafði verið greint frá því að VR myndi beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Nú er staðan þó önnur. „Undanfarið hafa stór orð verið látin falla um málefni Icelandair. Hafa þau verið túlkuð á mismunandi vegu og oft á tíðum afvegaleidd frá kjarna málsins. Félagsmenn VR sem starfa hjá Icelandair hafa tekið á sig starfs- og launaskerðingu sem við höfum mótmælt harðlega. Sömuleiðis útvistun starfa til Filippseyja á meðan félagsmönnum okkar er sagt upp störfum,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Hann segist þó vilja taka af allan vafa og segir skrif sín og yfirlýsingar stjórnar VR hafa verið í nafni þeirrar stöðu sem félagsmenn VR eru í. Þó viðurkennir hann að álykta hafi mátt að þær tengdust baráttu annarra stétta innan félagsins. „Þó ber að nefna að öll hreyfingin og þá sérstaklega félögin innan ASÍ fóru mjög harkalega fram, sameinuð, þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarsamninga og stéttarbaráttunnar eins og við þekkjum hana í dag og grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi.“ Ragnar segist í bréfinu ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef forsvarsmenn atvinnulífsins kæmust beggja megin borðs, eða gætu sniðgengið stéttarfélög með því að semja við önnur félög, sem væru hliðhollari stefnu þeirra og áherslum. „Mér hafa borist póstar frá félagsmönnum þar sem þeir lýsa óánægju sinni með framgöngu mína, að ég sé að vinna fyrir aðra en félagsmenn VR og upplifun sinni á því að formaður félagsins væri að beita sér fyrir því að Icelandair fari þrot.“ Ekki hafinn yfir gagnrýni Ragnar segir að hvorki hann né stjórn VR séu hafinu yfir gagnrýni og að honum þyki leitt að upplifun félagsmanna VR sé eins og raun bert vitni. „Til að taka af allan vafa þá viljum við bjarga félaginu. Með öllum ráðum munum við beita okkur fyrir því að það verði gert. Ég hef hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Það er ekki bara mín skoðun heldur margra sem starfa innan lífeyrissjóðanna eða eru í fjárfestingum almennt,“ skrifar Ragnar. Hann hafi þess vegna litið á það sem viðleitni í að bjarga félaginu að krefjast þess að stjórn félagsins víki til að liðka fyrir frekari áhuga fjárfesta. „Ég mun leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Ekki vegna þess að það samdist við flugfreyjur og ekki vegna þess að samningsrétti og framtíð stéttarfélaga var bjargað fyrir horn heldur vegna þess að við erum í vinnu fyrir ykkur en ekki öfugt.“ Þá segist Ragnar harma það mjög að félagsmenn VR sem starfa eða hafa starfað hjá Icelandair upplifi það að félagið gangi ekki nógu hart fram fyrir hönd þess, þegar hvað harðast var að þeim sótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag var rætt við starfsmann Icelandair sem er skráður félagi í VR. Kvaðst hann ekki ánægður með framgöngu Ragnars Þórs. „Ég er sannfærður um að Icelandair lifi þessar hremmingar af og rísi upp þó erfitt sé að spá um það í dag hvernig það verður nákvæmlega á endanum gert,“ skrifar Ragnar Þór að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04
Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent