Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 15:21 Halldór Benjamín telur Ragnar Þór vera kominn langt út fyrir sitt verksvið: „Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR.“ visir/vilhelm „Við finnum einfaldlega að því að að VR kjósi að stilla stjórnarmönnum sínum upp við vegg með þessum hætti og hafa þar með, í þessu tilviki, óeðlileg áhrif á fjárfestingarákvarðanir í hlutafjárútboði Icelandair,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR haft sig mjög í frammi í tengslum við kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. SA hefur sent sérstakt erindi til Seðlabanka Íslands þar sem þess er óskað að hann grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Vísi. Halldór Benjamín er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs, og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Við viljum að fjármálaeftirlit Seðlabankans leggi mat sitt á hvort það samræmist lögum og reglum. Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR. Og þá er engu skeytt um leikreglur. Þarna er einfaldlega verið að gefa sjóðsfélögum og Seðlabankanum langt nef og trúverðugleiki bankans er undir í þessu máli.“ Skorar á FME að skoða möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins Uppfært 15:44 Vísir innti Ragnar Þór eftir viðbrögðum hans við þessu útspili SA. Hann segist skora á SA til viðræðna um að hvorki SA né stéttarfélögin skipi í stjórnir sjóðanna. „Að lögum verði breytt þannig að sjóðfélagar kjósi stjórnir sjóðanna sjálfir. Þannig gætum við vonandi takmarkað þann grímulausa þjófnað sem atvinnulífið hefur stundað áratugum saman á eftirlaunasjóðum launafólks. Í algjöru skjóli er virðist frá eftirlitsaðilum.“ Ragnar Þór segir að þetta hljóti að vera auðsótt miðað við yfirlýsingu SA. „Svo skora ég á FME að taka til skoðunar möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins sem snýr að aðgerðarleysi stjórna sjóðanna í þeim fjölmörgu spillingarmálum sem komið hafa upp undanfarin ár og þar af nógu að taka.“ Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
„Við finnum einfaldlega að því að að VR kjósi að stilla stjórnarmönnum sínum upp við vegg með þessum hætti og hafa þar með, í þessu tilviki, óeðlileg áhrif á fjárfestingarákvarðanir í hlutafjárútboði Icelandair,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR haft sig mjög í frammi í tengslum við kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. SA hefur sent sérstakt erindi til Seðlabanka Íslands þar sem þess er óskað að hann grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Vísi. Halldór Benjamín er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs, og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Við viljum að fjármálaeftirlit Seðlabankans leggi mat sitt á hvort það samræmist lögum og reglum. Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR. Og þá er engu skeytt um leikreglur. Þarna er einfaldlega verið að gefa sjóðsfélögum og Seðlabankanum langt nef og trúverðugleiki bankans er undir í þessu máli.“ Skorar á FME að skoða möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins Uppfært 15:44 Vísir innti Ragnar Þór eftir viðbrögðum hans við þessu útspili SA. Hann segist skora á SA til viðræðna um að hvorki SA né stéttarfélögin skipi í stjórnir sjóðanna. „Að lögum verði breytt þannig að sjóðfélagar kjósi stjórnir sjóðanna sjálfir. Þannig gætum við vonandi takmarkað þann grímulausa þjófnað sem atvinnulífið hefur stundað áratugum saman á eftirlaunasjóðum launafólks. Í algjöru skjóli er virðist frá eftirlitsaðilum.“ Ragnar Þór segir að þetta hljóti að vera auðsótt miðað við yfirlýsingu SA. „Svo skora ég á FME að taka til skoðunar möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins sem snýr að aðgerðarleysi stjórna sjóðanna í þeim fjölmörgu spillingarmálum sem komið hafa upp undanfarin ár og þar af nógu að taka.“
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39