„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 15:39 Ragnar Þór Ingólfsson var harðorður um stjórn IcelandairGroup í samtali við Vísi. Vísir/Vilhelm VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira