Erlent

Maður hand­tekinn vegna rann­sóknar á brunanum í Nan­tes

Andri Eysteinsson skrifar
Fire fighters brigade work to extinguish the blaze at the Gothic St. Peter and St. Paul Cathedral, in Nantes, western France, Saturday, July 18, 2020. The fire broke, shattering stained glass windows and sending black smoke spewing from between its two towers of the 15th century, which also suffered a serious fire in 1972. The fire is bringing back memories of the devastating blaze in Notre Dame Cathedral in Paris last year that destroyed its roof and collapsed its spire and threatened to topple the medieval monument. (AP Photo/Laetitia Notarianni)
Fire fighters brigade work to extinguish the blaze at the Gothic St. Peter and St. Paul Cathedral, in Nantes, western France, Saturday, July 18, 2020. The fire broke, shattering stained glass windows and sending black smoke spewing from between its two towers of the 15th century, which also suffered a serious fire in 1972. The fire is bringing back memories of the devastating blaze in Notre Dame Cathedral in Paris last year that destroyed its roof and collapsed its spire and threatened to topple the medieval monument. (AP Photo/Laetitia Notarianni)

Lögreglan í frönsku borginni Nantes hefur handtekið 39 ára gamlan karlmann eftir eldsvoðann í dómkirkju borgarinnar.

Greint hefur verið frá því að grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. Lögmaður mannsins sem hefur verið handtekinn segir að ekkert bendi til þess að skjólstæðingur sinn sé tengdur íkveikjunni og minnir á grundvallarregluna um sakleysi uns sekt er sönnuð.

Maðurinn sem var handtekinn starfaði í sjálfboðaliðastarfi hjá dómkirkjunni og var það á hans ábyrgð að læsa kirkjunni á föstudagskvöld. Reuters hefur eftir saksóknaranum Pierre Sennes að maðurinn hafi verið handtekinn til að fara yfir óregluleg atriði í vaktaplani hans.

Séra Hubert Champenois, sóknarprestur dómkirkjunnar, segir að maðurinn hafi starfað fyrir kirkjuna í áraraðir og að honum sé fullkomlega treyst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×