Íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik með franska stórveldinu Lyon í dag þegar liðið mætti pólska liðinu Medyk Konin í æfingaleik.
Vann Lyon öruggan sigur og gerði Sara Björk sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon í 5-0 sigri.
Debut @OLfeminin pic.twitter.com/hX1CDVgurC
— Sara Björk (@sarabjork18) July 18, 2020
Sara Björk er nýgengin til liðs við Lyon frá þýska stórliðinu Wolfsburg en fyrstu alvöru leikir Söru fyrir Lyon verða þegar Meistaradeildin fer af stað að nýju í ágúst.
Þar mun Lyon mæta Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.