Sara Björk æfði í fyrsta sinn með Lyon liðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki mikið frí til að jafna sig eftir tímabilið með Wolfsburg því Lyon er komið á fullt að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Getty/Karl Bridgeman Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum. Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum. Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi. View this post on Instagram Pour ce 14 juillet, nos joueuses e taient de retour au Groupama Training Center ! La pre paration se poursuit @damienlgphoto Back to Groupama Training Center! A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) on Jul 14, 2020 at 3:16am PDT Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu. Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí. Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni. Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum. Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum. Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi. View this post on Instagram Pour ce 14 juillet, nos joueuses e taient de retour au Groupama Training Center ! La pre paration se poursuit @damienlgphoto Back to Groupama Training Center! A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) on Jul 14, 2020 at 3:16am PDT Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu. Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí. Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni. Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira