Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:51 Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Getty/ Shannon Finney Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36
Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37