Áður óséðir „bálkestir“ á nýjum nærmyndum af sólinni Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 16:41 Nærmynd Solar Orbiter af sólinni sem var tekin 30. maí. Sjónaukinn sem var notaður við myndatökuna er næmur fyrir fjarútfjólubláu ljósi. Vísir/EPA Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Myndirnar af yfirborði sólarinnar voru teknar úr um 77 milljón kílómetra fjarlægð, helmingi nær sólu en jörðin, 30. maí. Á þeim sjást litlir sólblossar, um milljón til þúsund milljónum sinnum minni en hefðbundnir sólblossar, sem eru sagðir líkjast bálköstum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Sólblossar eru snögg orkulosun í lofthjúpi sólarinnar sem veldur mikilli birtuaukningu og sendir straum hlaðinna agna út í geim. Ekki er ljóst hvort að bálkestirnir séu minni útgáfur af sólblossum eða hvort þeir verði til við aðra ferla í sólinni. Tilgátur eru engu að síður um að bálkestirnir eigi þátt í að hita upp kórónu sólarinnar. Kórónan er ysta efnislag sólarinnar og nær milljónir kílómetra út í geim. Það er vísindamönnum enn ráðgáta hvers vegna kórónan er margfalt heitari en yfirborð sólarinnar. Hún er meira en milljón gráðu heit en ljóshvolfið svonefnda um 5.600 gráðu heitt. Solar Orbiter er samvinnuverkefni evrópsku og bandarísku geimvísindastofnananna. Geimfarinu var skotið á loft 10. febrúar en athuganir þess eiga meðal annars að afla nýrrar vitneskju um uppruna sólvindsins, straums hlaðinna agna sem sólin sendir frá sér og veldur segulljósum á jörðinni. Einn af bálköstunum sem sjást á mynd Solar Orbiter merktur með ör. Neðst í vinstra horninu er hringur sem sýnir stærð jarðarinnar í samanburði.Solar Orbiter Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Myndirnar af yfirborði sólarinnar voru teknar úr um 77 milljón kílómetra fjarlægð, helmingi nær sólu en jörðin, 30. maí. Á þeim sjást litlir sólblossar, um milljón til þúsund milljónum sinnum minni en hefðbundnir sólblossar, sem eru sagðir líkjast bálköstum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Sólblossar eru snögg orkulosun í lofthjúpi sólarinnar sem veldur mikilli birtuaukningu og sendir straum hlaðinna agna út í geim. Ekki er ljóst hvort að bálkestirnir séu minni útgáfur af sólblossum eða hvort þeir verði til við aðra ferla í sólinni. Tilgátur eru engu að síður um að bálkestirnir eigi þátt í að hita upp kórónu sólarinnar. Kórónan er ysta efnislag sólarinnar og nær milljónir kílómetra út í geim. Það er vísindamönnum enn ráðgáta hvers vegna kórónan er margfalt heitari en yfirborð sólarinnar. Hún er meira en milljón gráðu heit en ljóshvolfið svonefnda um 5.600 gráðu heitt. Solar Orbiter er samvinnuverkefni evrópsku og bandarísku geimvísindastofnananna. Geimfarinu var skotið á loft 10. febrúar en athuganir þess eiga meðal annars að afla nýrrar vitneskju um uppruna sólvindsins, straums hlaðinna agna sem sólin sendir frá sér og veldur segulljósum á jörðinni. Einn af bálköstunum sem sjást á mynd Solar Orbiter merktur með ör. Neðst í vinstra horninu er hringur sem sýnir stærð jarðarinnar í samanburði.Solar Orbiter
Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49