Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 14:12 Þrjótarnir komust yfir auðkenni starfsmanna Twitter og notuðu innra kerfi miðilsins til þess að ná valdi á reikningum þekktra notenda. Sérfræðingar óttast að bitcoin-svindl sem þeir sendu út gæti hafa verið yfirskin til þess að dreifa athyglinni frá gagnastuldi. AP/Rick Bowmer Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53