Fótbolti

Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í Vatnaskógi í gær.
Rúrik í Vatnaskógi í gær. Mynd/Friðrik Páll Ragnarsson Schram

Þeir drengir sem voru mættir í sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi ráku upp stór augu þegar þeir sáu knattspyrnumanninn Rúrik Gíslason á veisludegi skólans.

Veisludagurinn var haldinn í Vatnaskógi í gær þar sem hinn árlegi leikur á milli foringjaliðsins og stjörnu- og draumaliðs drengja fór fram.

Foringjaliðið var með atvinnumanninn Rúrik í sínum röðum en hann er nú án félags eftir að samningur hans við Sandhausen rann út fyrr í sumar.

Rúrik virðist engu hafa gleymt því hann raðaði inn mörkunum í mikilli rigningu í Vatnaskógi. Lokatölur urðu þó 6-4 sigur stjörnu- og draumaliðs drengja.

„Frábær dagur að baki og þakka Skógarmenn KFUM Rúrik kærlega fyrir að taka þátt í að búa til ógleymanlegar minningar fyrir 100 drengi!“ segir í færslu á vef sumarbúðanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.