Fótbolti

Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson í leik með FH á síðustu leiktíð.
Ólafur Kristjánsson í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/daníel

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar.

Ólafur tók við FH-liðinu haustið 2017 og lenti í fimmta sæti á sínu fyrsta tímabili. Á síðustu leiktíð fór hann svo með liðið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og endaði í 3. sæti.

Ólafur hefur einu sinni áður hafnað liði Esbjerg en liðið féll úr dönsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð.

Ólafur hefur áður þjálfað í Danmörku og á sér gott nafn í Danmörku. Hann þjálfaði FC Nordsjælland á árunum 2014 til 2015 og Randers frá 2016 til 2017.

FH er með sjö stig eftir fimm leiki í Pepsi Max-deildinni en Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur ekki svarað símtölum íþróttadeildar.

Kenni Poulsen, fjölmiðlafulltrúi Esbjerg, vildi ekki tjá sig um málið er Vísir sló á þráðinn til hans í dag. Hann benti á Jimmi Nagel Jacobsens, yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, sem hefur enn ekki svaraði símtölum Vísis.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×