Fótbolti

Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson í leik með FH á síðustu leiktíð.
Ólafur Kristjánsson í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/daníel

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar.

Ólafur tók við FH-liðinu haustið 2017 og lenti í fimmta sæti á sínu fyrsta tímabili. Á síðustu leiktíð fór hann svo með liðið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og endaði í 3. sæti.

Ólafur hefur einu sinni áður hafnað liði Esbjerg en liðið féll úr dönsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð.

Ólafur hefur áður þjálfað í Danmörku og á sér gott nafn í Danmörku. Hann þjálfaði FC Nordsjælland á árunum 2014 til 2015 og Randers frá 2016 til 2017.

FH er með sjö stig eftir fimm leiki í Pepsi Max-deildinni en Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur ekki svarað símtölum íþróttadeildar.

Kenni Poulsen, fjölmiðlafulltrúi Esbjerg, vildi ekki tjá sig um málið er Vísir sló á þráðinn til hans í dag. Hann benti á Jimmi Nagel Jacobsens, yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, sem hefur enn ekki svaraði símtölum Vísis.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.