Fótbolti

Ólafur tekur ekki við Esbjerg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/daníel

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, verður ekki næsti þjálfari Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en Esbjerg tilkynnti í morgun að félagið hafði ráðið Troels Bech í starfið.

Eins og Vísir greindi frá í gær þá nefndi danski miðillinn TV 2 Sport Ólaf einn þeirra sem gæti verið möguleiki í starfið. Tipsbladet gerði slíkt hið sama en Ólafur var boðið starfið í október, síðast þegar Esbjerg skipti um þjálfara. Þá hafnaði hann tilboði félagsins.

Ólafur verður ekki næsti þjálfari félagsins því sjávarbærinn hefur ráðið þjálfara. Troels Bech mun taka við starfinu af Lars Olsen sem steig frá borði í gær eftir að hópur leikmanna hafi rætt við stjórnarmenn félagsins að þeir trúðu ekki á þjálfarann lengur.

Troels er reyndur þjálfari og fyrrum leikmaður. Hann hefur þjálfað AC Horsens, Ikast, OB, FC Midtjylland og Silkeborg en hann var síðast í stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Bröndby. Hann hætti þar í lok ársins 2018.

Síðan þá hefur hann verið í heimsreisu með fjölskyldu sinni en kórónuveirunnar batt enda á þá ferð fyrr en áætlað var. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann þjálfar Esbjerg því hann var einnig í stjórastólnum þar frá 2006 til 2008.

Esbjerg er í bullandi fallbaráttu er dönsku úrvalsdeildinni hefur verið skipt upp í þrjá riðla. Þá má sjá hér en fjórða sætin í hvorum fallriðli fyrir sig fellur niður í fyrstu deild. Liðin í þriðja sæti mætast í tveimur umspilsleikjum um fall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×