Fótbolti

Sáttafundir hjá City og Ceferin sem vilja hreinsa andrúmsloftið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjórnarformaður City, Khaldoon Al Mubarak og forseti UEFA, Aleksander Ceferin, á leik Man. City í vetur.
Stjórnarformaður City, Khaldoon Al Mubarak og forseti UEFA, Aleksander Ceferin, á leik Man. City í vetur. vísir/getty

Sáttafundir hafa verið haldnir á milli forseta UEFA og stjórnarformanns Manchester City til þess að hreinsa loftið eftir dómsmálið er City-menn voru dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni.

Sá dómur var felldur úr gildi fyrr í vikunni af íþróttadómstólnum í Sviss en City-menn voru bara dæmdir til sektar vegna þess að þeir neituðu að vinna með UEFA í málinu.

Heimildir Daily Mail herma að sáttarfundir hafa farið fram á milli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, og stjórnarformanns Man. City, Khaldoon Al Mubarak, en þeir eru sagðir vilja hreinsa andrúmsloftið milli UEFA og City.

Stuðningsmenn City hafa verið allt annað en sáttir með framgöngu UEFA í málinu og hafa látið gamminn geisa á samfélagsmiðlum en það má segja sem svo að City hafi unnið fullnaðarsigur gegn UEFA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×