Innlent

Grunaður um ölvunar­akstur á tjald­svæði en svarar ekki síma

Sylvía Hall skrifar
Lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfaranótt 21. júní.
Lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfaranótt 21. júní. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vesturlandi hefur ítrekað reynt að ná í ökumann sem ók utan í aðra bifreið á tjaldsvæði í Húsafelli þann 21. júní síðastliðinn. Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur.

Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 01:58, aðfaranótt sunnudagsins 21. júní. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var enginn handtekinn á staðnum og bílnúmer ekki vitað en sá sem tilkynnti atvikið nafngreindi ökumann bifreiðarinnar.

Ökumaðurinn fannst ekki nóttina sem atvikið varð og hefur lögregla ítrekað reynt að hafa samband við hann án árangurs. Hefur verið reynt að ná í hann símleiðis en hann svarar ekki síma.

Sá sem varð fyrir tjóni vegna atviksins hefur ekki lagt fram kæru að því er fram kemur í skriflegu svari lögreglunnar á Vesturlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.