Innlent

Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Útlit er fyrir að atvinnuleysi í landinu muni aukast nokkuð skarpt í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta. 
Útlit er fyrir að atvinnuleysi í landinu muni aukast nokkuð skarpt í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta.  Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%.

Atvinnuleysi var hvað mest á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nú nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2%.

Þó er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. Alls hafa 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Að því er fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar bárust þrjár tilkynningar um hópuppsagnir í júní þar sem hátt í 150 manns var sagt upp. Virðist því nokkuð lát vera á bylgju hópuppsagna.

Atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á hinn bóginn lækkað hraðar en ráð var gert fyrir og var komið niður í rúm 2% í júní, samanborið við 5,6% í maí og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.