Innlent

Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Útlit er fyrir að atvinnuleysi í landinu muni aukast nokkuð skarpt í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta. 
Útlit er fyrir að atvinnuleysi í landinu muni aukast nokkuð skarpt í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta.  Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%.

Atvinnuleysi var hvað mest á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nú nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2%.

Þó er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. Alls hafa 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Að því er fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar bárust þrjár tilkynningar um hópuppsagnir í júní þar sem hátt í 150 manns var sagt upp. Virðist því nokkuð lát vera á bylgju hópuppsagna.

Atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á hinn bóginn lækkað hraðar en ráð var gert fyrir og var komið niður í rúm 2% í júní, samanborið við 5,6% í maí og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×