Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 12:21 María og Sigtryggur fóru yfir áhrif kórónuveirufaraldursins á tónlistariðnaðinn hér á landi. Aðsend/ÚTÓN María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira