Erlent

Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum

Sylvía Hall skrifar
Naya Rivera ásamt syni sínum Josey Hollis.
Naya Rivera ásamt syni sínum Josey Hollis. Vísir/Getty

Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. Leit hafði staðið yfir í fimm daga þegar lík hennar fannst á mánudag.

Að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Rivera hafi hvorki verið undir áhrifum áfengis né fíkniefna og andlátið að öllum líkindum slys.

Hin 33 ára gamla Rivera er talin hafa stungið sér til sunds með fjögurra ára gömlum syni sínum en þau höfðu leigt bát fyrr um daginn. Lögreglan fékk svo tilkynningu um ungt barn sem var sofandi á báti á vatninu.

Þegar lögregla kom á vettvang fannst sonur hennar á bátnum klæddur í björgunarvesti. Björgunarvesti fyrir fullorðinn einstakling var einnig um borð en drengurinn sagði móður sína hafa stungið sér til sunds og ekki skilað sér. 

Lögregluyfirvöld hafa gefið það út að Rivera hafi sennilega náð að safna nægilegum kröftum til þess koma syni sínum upp í bátinn eftir sund í straumhörðu vatninu en ekki náð að bjarga sjálfri sér.

Rivera er best þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Glee, sem nutu gríðarlega vinsælda um allan heim á árunum 2009 til 2015. Þar fór hún með hlutverk klappstýrunnar Santönu Lopez.


Tengdar fréttir

Rivera talin hafa drukknað

Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.