Fótbolti

Marka­súpa Atalanta hélt á­fram gegn Birki og fé­lögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í leiknum í kvöld.
Birkir í leiknum í kvöld. vísir/getty

Atlanta hefur raðað inn mörkunum í vetur og það var engin undantekning á því er liðið mætti Brescia á heimavelli í kvöld en lokatölur 6-2 sigur heimamanna.

Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Brescia sem var lent 1-0 undir eftir tvær mínútur. Þeir jöfnuðu þó á 8. mínútu en fyrstu mínúturnar gáfu góð fyrirheit.

Atalanta var hins vegar komið í 4-1 í hálfleik. Marten de Roon, Ruslan Malinovsky og Duvan Zapata skoruðu sitt hvort markið.

Í síðari hálfleik gerði Mario Pasalic tvö mörk og fullkomnaði þrennuna eftir að hafa komið Atalanta yfir í fyrri hálfleik.

Nikolas Spalek minnkaði muninn fyrir Brescia áður en yfir lauk og lokatölur 6-2.

Atalanta er í öðru sætinu, sex stigum á eftir toppliði Juventus, en þeir hafa skorað 93 mörk í vetur sem er 26 mörkum meira en Juventus hafa skorað.

Brescia er í 19. sætinu, níu stigum frá öruggu sæti, er liðið á fimm leiki eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.