Enski boltinn

Segir að City eigi skilið að spila í Meistara­­deildinni eftir árangurinn innan sem utan vallar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta. vísir/getty

Mikel Arteta, stjóri Manchester City, er í engum vafa um það að Manchester City eigi skilið að fá að spila í Meistaradeildinni eftir árangur þeirra innan sem utan vallar.

Staðfest var í gær að tveggja ára leikbann City frá Meistaradeildinni hafði verið fellt niður af íþróttadómstólnum í Sviss og þurfa City-menn einungis að borga smá sekt, vegna þess þeir neituðu að vinna með UEFA í málinu.

Arteta var aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú og hálft ár áður en hann settist í stjórastólinn hjá Arsenal í desember síðastliðnum. Hann segir úrskurðinn segja allt sem segja þarf.

„Það er enginn vafi á því hvað hefur gerst. Þetta hefur verið skoðað og niðurstaðan er sú að þeir hafi ekki brotið af sér svo þeir eiga skilið að vera með,“ sagði Arteta.

„Þeir eiga það skilið eftir það sem þeir hafa gert innan sem utan vallar.“


Tengdar fréttir

„Þessi ákvörðun er hneyksli“

Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×