Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 13:48 Daniel Lewis Lee árið 1997. Ættingjar fólksins sem hann tók þátt í að drepa árið 1996 lögðust gegn því að hann yrði tekinn af lífi. AP/Dan Pierce/The Courier Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira