Tveggja daga verkfall hafið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:24 Tveggja sólarhringa vinnustöðvun hófst á miðnætti í gær. Vísir/Herjólfur Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27
Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38