Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Vésteinn Örn Pétursson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 8. júní 2020 07:38 Herjólfur. Vísir/Vilhelm Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta ár hefur skipið sextíu og einu sinni þurft að sigla til hafnar í Þorlákshöfn vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Frá ágúst í fyrra til desember voru dagarnir tuttugu og einn og frá janúar á þessu ári og til apríl eru dagarnir fjörutíu. „Menn reiknuðu með sjötíu og einum degi að meðaltali á ári en þessi vetur hefur verið einstaklega þægilegur. Við höfum verið heppin að geta siglt alla mánuði í Landeyjar. Mismikið þó en til að mynda í desember það höfum við ekki gert áður,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Aldrei hafi verið færri ferðir í Þorlákshöfn í desember. Guðbjartur segir að til samanburðar hafi gamli Herjólfur siglt um og yfir 180 sinnum til Þorlákshafnar í stað Landeyja á sama tímabili 2018 til 2019. Farþegar með Herjólfi í maí, júní, júlí og ágúst í fyrra voru rúmlega 247 þúsund eða um 76,8% af heildarfarþegafjölda á árinu. Ljóst sé að vegna kórónuveirufaraldursins verði þeir færri í ár. „Það er alveg fyrirséð að það verður gríðarlegt högg í farþegaflutningum hjá okkur eins og bara hjá öllum öðrum á Íslandi og við erum búin að teikna upp mjög margar sviðsmyndir. Tekjufallið er mikið og við munum ekki sjá þann fjölda farþega sem við áttum von á í sumar,“ segir Guðbjartur. Lægri rekstrarkostnaður í nýja skipinu er þó farinn að skila sér en Herjólfur gengur fyrir rafmagni sem og olíu. „Við erum komin með rafmagnsturninn upp í Vestmannaeyjum en ekki í Landeyjum, þannig að við erum að keyra aðra leiðina á rafmagni og hina á olíu. Það er verulegur munur á rekstrarkostnaði hvort siglt er á rafmagni eða olíu.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta ár hefur skipið sextíu og einu sinni þurft að sigla til hafnar í Þorlákshöfn vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Frá ágúst í fyrra til desember voru dagarnir tuttugu og einn og frá janúar á þessu ári og til apríl eru dagarnir fjörutíu. „Menn reiknuðu með sjötíu og einum degi að meðaltali á ári en þessi vetur hefur verið einstaklega þægilegur. Við höfum verið heppin að geta siglt alla mánuði í Landeyjar. Mismikið þó en til að mynda í desember það höfum við ekki gert áður,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Aldrei hafi verið færri ferðir í Þorlákshöfn í desember. Guðbjartur segir að til samanburðar hafi gamli Herjólfur siglt um og yfir 180 sinnum til Þorlákshafnar í stað Landeyja á sama tímabili 2018 til 2019. Farþegar með Herjólfi í maí, júní, júlí og ágúst í fyrra voru rúmlega 247 þúsund eða um 76,8% af heildarfarþegafjölda á árinu. Ljóst sé að vegna kórónuveirufaraldursins verði þeir færri í ár. „Það er alveg fyrirséð að það verður gríðarlegt högg í farþegaflutningum hjá okkur eins og bara hjá öllum öðrum á Íslandi og við erum búin að teikna upp mjög margar sviðsmyndir. Tekjufallið er mikið og við munum ekki sjá þann fjölda farþega sem við áttum von á í sumar,“ segir Guðbjartur. Lægri rekstrarkostnaður í nýja skipinu er þó farinn að skila sér en Herjólfur gengur fyrir rafmagni sem og olíu. „Við erum komin með rafmagnsturninn upp í Vestmannaeyjum en ekki í Landeyjum, þannig að við erum að keyra aðra leiðina á rafmagni og hina á olíu. Það er verulegur munur á rekstrarkostnaði hvort siglt er á rafmagni eða olíu.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira