Tveggja daga verkfall hafið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:24 Tveggja sólarhringa vinnustöðvun hófst á miðnætti í gær. Vísir/Herjólfur Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27
Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38