Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2020 22:55 Jón Hrafn Karlsson og Linda Ösp Gunnarsdóttir, ferðaþjónustubændur á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi. Stöð 2/Einar Árnason. Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau Jón Hrafn Karlsson og Linda Ösp Gunnarsdóttir búa á bænum Syðri-Steinsmýri í Meðallandi með fjögur börn. Þau eiga nýjasta íbúðarhúsið í sveitinni en þau fluttu hingað af Suðurnesjum fyrir fimm árum til að sinna þjónustu við ferðamenn og veiðimenn. Fjölskyldan flutti í Skaftárhrepp frá Suðurnesjum fyrir fimm árum.Stöð 2/Einar Árnason. En hvernig skyldu ferðaþjónustubændur eins og þau vera að fara út úr kórónufaraldrinum? „Tappinn var náttúrlega tekinn úr ferðamanninum. En það hefur verið rennerí af Íslendingum,“ segir Jón Hrafn. „Og líka bara af útlendingum sem búa á Íslandi. Það tíndist aðeins af þeim fyrst, sko. Eins og þeir væru komnir í smáfrí frá vinnunni sinni og ákváðu að fara á flakk,“ segir Linda Ösp. „Já, fólk sem var kannski að vinna við ferðaþjónustu og bjó á Íslandi, það fór að ferðast,“ segir Jón Hrafn. Bærinn Syðri-Steinsmýri er í jaðri Eldhrauns, sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason Þau eru með gistirými fyrir 32 gesti í þremur sumarhúsum en einnig í veiðihúsinu við Eldvatn, sem þau reka. Þau segja að Íslendingarnir séu líka farnir að skila sér. „Það er sérstaklega byrjað um helgarnar að koma Íslendingar. Núna er þetta að bókast svolítið hjá okkur,“ segir Linda. Þau segjast ekki örvænta. Þau komist af, að minnsta kosti meðan fjölskyldan sé bara ein í þessu, en fleiri gesti þyrfti ef standa ætti undir starfsmanni. Þau hafa ekki treyst sér til að ráða starfsmann, eins og undanfarin ár, en það gæti breyst þegar traffíkin aukist í ágúst þegar veiðin hefjist og þá þurfi væntanlega að finna starfsmann. Þau eiga samt ekki von á neinni uppsveiflu. „Það verður örugglega rólegt að gera í vetur,“ segja þau. Tvíbýlt er á Syðri-Steinsmýri. Þau Jón Hrafn og Linda Ösp búa á bænum sem nær stendur.Stöð 2/Einar Árnason. Staðsetningin á Suðausturlandi hjálpi því megnið af erlendum ferðamönnum vilji sjá Jökulsárlón. „Þó að margir fari kannski bara að Vík þá eru mjög margir sem vilja sjá Jökulsárlón. Þá komum við sterkt inn. Það líka hjálpar að við erum með heita potta. Það er mjög vinsælt. Líka hjá Íslendingunum,“ segir Linda Ösp Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Stangveiði Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau Jón Hrafn Karlsson og Linda Ösp Gunnarsdóttir búa á bænum Syðri-Steinsmýri í Meðallandi með fjögur börn. Þau eiga nýjasta íbúðarhúsið í sveitinni en þau fluttu hingað af Suðurnesjum fyrir fimm árum til að sinna þjónustu við ferðamenn og veiðimenn. Fjölskyldan flutti í Skaftárhrepp frá Suðurnesjum fyrir fimm árum.Stöð 2/Einar Árnason. En hvernig skyldu ferðaþjónustubændur eins og þau vera að fara út úr kórónufaraldrinum? „Tappinn var náttúrlega tekinn úr ferðamanninum. En það hefur verið rennerí af Íslendingum,“ segir Jón Hrafn. „Og líka bara af útlendingum sem búa á Íslandi. Það tíndist aðeins af þeim fyrst, sko. Eins og þeir væru komnir í smáfrí frá vinnunni sinni og ákváðu að fara á flakk,“ segir Linda Ösp. „Já, fólk sem var kannski að vinna við ferðaþjónustu og bjó á Íslandi, það fór að ferðast,“ segir Jón Hrafn. Bærinn Syðri-Steinsmýri er í jaðri Eldhrauns, sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason Þau eru með gistirými fyrir 32 gesti í þremur sumarhúsum en einnig í veiðihúsinu við Eldvatn, sem þau reka. Þau segja að Íslendingarnir séu líka farnir að skila sér. „Það er sérstaklega byrjað um helgarnar að koma Íslendingar. Núna er þetta að bókast svolítið hjá okkur,“ segir Linda. Þau segjast ekki örvænta. Þau komist af, að minnsta kosti meðan fjölskyldan sé bara ein í þessu, en fleiri gesti þyrfti ef standa ætti undir starfsmanni. Þau hafa ekki treyst sér til að ráða starfsmann, eins og undanfarin ár, en það gæti breyst þegar traffíkin aukist í ágúst þegar veiðin hefjist og þá þurfi væntanlega að finna starfsmann. Þau eiga samt ekki von á neinni uppsveiflu. „Það verður örugglega rólegt að gera í vetur,“ segja þau. Tvíbýlt er á Syðri-Steinsmýri. Þau Jón Hrafn og Linda Ösp búa á bænum sem nær stendur.Stöð 2/Einar Árnason. Staðsetningin á Suðausturlandi hjálpi því megnið af erlendum ferðamönnum vilji sjá Jökulsárlón. „Þó að margir fari kannski bara að Vík þá eru mjög margir sem vilja sjá Jökulsárlón. Þá komum við sterkt inn. Það líka hjálpar að við erum með heita potta. Það er mjög vinsælt. Líka hjá Íslendingunum,“ segir Linda Ösp Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Stangveiði Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19
Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48