Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2020 12:19 Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira