Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 22:18 Naya Rivera hvarf á miðvikudaginn síðasta þegar hún var ásamt fjögurra ára syni sínum á bát úti á Piru-stöðuvatni í Kaliforníu. Getty/Paul Archuleta Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Rivera frá því á miðvikudag í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Að sögn lögreglunnar fannst lík hennar í vatninu af köfurum lögreglunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var við bakka stöðuvatnsins sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, að embættið teldi nærri allar líkur á að líkið væri Rivera. Þá bætti hann því við að ekkert benti til að andlát hennar hefi borið að með saknæmum hætti eða að hún hafi tekið eigið líf. Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventur-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi við bakka Piru-vatns í dag. Hann segir allar líkur á þvi að líkið sem fannst í vatninu í dag sé lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera.Kevin Winter/Getty Rivera hvarf síðdegis á miðvikudag eftir að hafa stungið sér til sunds með syni sínum í vatninu. Þau höfðu tekið bát á leigu klukkan 1 eftir hádegi en þegar þau áttu að skila bátnum aftur klukkan fjögur sást hvergi til þeirra. Sonur hennar, Josey Hollis Dorsey, sagði við lögregluna að hann og mamma hans hafi farið að synda en eftir að hún hafi lyft honum aftur upp í bátinn hafi hún ekki fylgt honum eftir. Drengurinn var sjálfur í björgunarvesti en annað björgunarvesti, fyrir fullorðinn, fannst um borð í bátnum og er því talið að Rivera hafi ekki klæðst vestinu sem hún tók á leigu. Leitarskilyrði á svæðinu voru einstaklega erfið að sögn lögreglu. Leitin að Rivera í Piru-stöðuvatni var umfangsmikil.Getty/ Amy Sussman Rivera er þekktust fyrir leik sinn í söngþáttunum Glee, þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez. Hún hóf hins vegar söng- og leikferil sinn mun fyrr en hún lék bæði í sjónvarpi og auglýsingum sem barn. Þegar hún var fjögurra ára gömul lék hún í þáttunum Royal Family og fjölda annarra þátta. Árið 2014 lék hún í hryllingsmyndinni At the Devil‘s Dorr. Það sama ár giftist hún samleikara sínum Ryan Dorsey og eignuðust þau saman soninn Josey Hollis Dorsey árið 2016. Parið skildi að borði og sæng árið 2018. Hollywood Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14 Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Rivera frá því á miðvikudag í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Að sögn lögreglunnar fannst lík hennar í vatninu af köfurum lögreglunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var við bakka stöðuvatnsins sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, að embættið teldi nærri allar líkur á að líkið væri Rivera. Þá bætti hann því við að ekkert benti til að andlát hennar hefi borið að með saknæmum hætti eða að hún hafi tekið eigið líf. Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventur-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi við bakka Piru-vatns í dag. Hann segir allar líkur á þvi að líkið sem fannst í vatninu í dag sé lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera.Kevin Winter/Getty Rivera hvarf síðdegis á miðvikudag eftir að hafa stungið sér til sunds með syni sínum í vatninu. Þau höfðu tekið bát á leigu klukkan 1 eftir hádegi en þegar þau áttu að skila bátnum aftur klukkan fjögur sást hvergi til þeirra. Sonur hennar, Josey Hollis Dorsey, sagði við lögregluna að hann og mamma hans hafi farið að synda en eftir að hún hafi lyft honum aftur upp í bátinn hafi hún ekki fylgt honum eftir. Drengurinn var sjálfur í björgunarvesti en annað björgunarvesti, fyrir fullorðinn, fannst um borð í bátnum og er því talið að Rivera hafi ekki klæðst vestinu sem hún tók á leigu. Leitarskilyrði á svæðinu voru einstaklega erfið að sögn lögreglu. Leitin að Rivera í Piru-stöðuvatni var umfangsmikil.Getty/ Amy Sussman Rivera er þekktust fyrir leik sinn í söngþáttunum Glee, þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez. Hún hóf hins vegar söng- og leikferil sinn mun fyrr en hún lék bæði í sjónvarpi og auglýsingum sem barn. Þegar hún var fjögurra ára gömul lék hún í þáttunum Royal Family og fjölda annarra þátta. Árið 2014 lék hún í hryllingsmyndinni At the Devil‘s Dorr. Það sama ár giftist hún samleikara sínum Ryan Dorsey og eignuðust þau saman soninn Josey Hollis Dorsey árið 2016. Parið skildi að borði og sæng árið 2018.
Hollywood Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14 Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14
Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08
Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41