Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 22:18 Naya Rivera hvarf á miðvikudaginn síðasta þegar hún var ásamt fjögurra ára syni sínum á bát úti á Piru-stöðuvatni í Kaliforníu. Getty/Paul Archuleta Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Rivera frá því á miðvikudag í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Að sögn lögreglunnar fannst lík hennar í vatninu af köfurum lögreglunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var við bakka stöðuvatnsins sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, að embættið teldi nærri allar líkur á að líkið væri Rivera. Þá bætti hann því við að ekkert benti til að andlát hennar hefi borið að með saknæmum hætti eða að hún hafi tekið eigið líf. Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventur-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi við bakka Piru-vatns í dag. Hann segir allar líkur á þvi að líkið sem fannst í vatninu í dag sé lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera.Kevin Winter/Getty Rivera hvarf síðdegis á miðvikudag eftir að hafa stungið sér til sunds með syni sínum í vatninu. Þau höfðu tekið bát á leigu klukkan 1 eftir hádegi en þegar þau áttu að skila bátnum aftur klukkan fjögur sást hvergi til þeirra. Sonur hennar, Josey Hollis Dorsey, sagði við lögregluna að hann og mamma hans hafi farið að synda en eftir að hún hafi lyft honum aftur upp í bátinn hafi hún ekki fylgt honum eftir. Drengurinn var sjálfur í björgunarvesti en annað björgunarvesti, fyrir fullorðinn, fannst um borð í bátnum og er því talið að Rivera hafi ekki klæðst vestinu sem hún tók á leigu. Leitarskilyrði á svæðinu voru einstaklega erfið að sögn lögreglu. Leitin að Rivera í Piru-stöðuvatni var umfangsmikil.Getty/ Amy Sussman Rivera er þekktust fyrir leik sinn í söngþáttunum Glee, þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez. Hún hóf hins vegar söng- og leikferil sinn mun fyrr en hún lék bæði í sjónvarpi og auglýsingum sem barn. Þegar hún var fjögurra ára gömul lék hún í þáttunum Royal Family og fjölda annarra þátta. Árið 2014 lék hún í hryllingsmyndinni At the Devil‘s Dorr. Það sama ár giftist hún samleikara sínum Ryan Dorsey og eignuðust þau saman soninn Josey Hollis Dorsey árið 2016. Parið skildi að borði og sæng árið 2018. Hollywood Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14 Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Rivera frá því á miðvikudag í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Að sögn lögreglunnar fannst lík hennar í vatninu af köfurum lögreglunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var við bakka stöðuvatnsins sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, að embættið teldi nærri allar líkur á að líkið væri Rivera. Þá bætti hann því við að ekkert benti til að andlát hennar hefi borið að með saknæmum hætti eða að hún hafi tekið eigið líf. Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventur-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi við bakka Piru-vatns í dag. Hann segir allar líkur á þvi að líkið sem fannst í vatninu í dag sé lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera.Kevin Winter/Getty Rivera hvarf síðdegis á miðvikudag eftir að hafa stungið sér til sunds með syni sínum í vatninu. Þau höfðu tekið bát á leigu klukkan 1 eftir hádegi en þegar þau áttu að skila bátnum aftur klukkan fjögur sást hvergi til þeirra. Sonur hennar, Josey Hollis Dorsey, sagði við lögregluna að hann og mamma hans hafi farið að synda en eftir að hún hafi lyft honum aftur upp í bátinn hafi hún ekki fylgt honum eftir. Drengurinn var sjálfur í björgunarvesti en annað björgunarvesti, fyrir fullorðinn, fannst um borð í bátnum og er því talið að Rivera hafi ekki klæðst vestinu sem hún tók á leigu. Leitarskilyrði á svæðinu voru einstaklega erfið að sögn lögreglu. Leitin að Rivera í Piru-stöðuvatni var umfangsmikil.Getty/ Amy Sussman Rivera er þekktust fyrir leik sinn í söngþáttunum Glee, þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez. Hún hóf hins vegar söng- og leikferil sinn mun fyrr en hún lék bæði í sjónvarpi og auglýsingum sem barn. Þegar hún var fjögurra ára gömul lék hún í þáttunum Royal Family og fjölda annarra þátta. Árið 2014 lék hún í hryllingsmyndinni At the Devil‘s Dorr. Það sama ár giftist hún samleikara sínum Ryan Dorsey og eignuðust þau saman soninn Josey Hollis Dorsey árið 2016. Parið skildi að borði og sæng árið 2018.
Hollywood Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14 Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14
Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08
Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent