Íslenski boltinn

Brynjólfur í algjörum sérflokki í Pepsi Max þegar kemur að því að reyna að leika á mótherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjólfur Andersen Willumsson fagnar marki með Breiðabliki.
Brynjólfur Andersen Willumsson fagnar marki með Breiðabliki. Vísir/Bára

Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson er með yfirburðarforystu í Pepsi Max deild karla þegar kemur að því að reyna að sóla andstæðinga sína.

Brynjólfur hefur reynt 11,36 sinnum að leika á menn að meðaltali á hverjar 90 mínútur sem hann hefur spilað í sumar samkvæmt úttekt Wyscout.

Næstur á eftir Brynjólfi er FH-ingurinn Jónatan Ingi Jónsson með 8,73 reynda einleik að meðaltali á hverjar 90 mínútur. Þriðji er síðan Axel Freyr Harðarson hjá Gróttu með 8,50 reynda einleiki á 90 mínútur.

Brynjólfur var reyndar frekar rólegur í fyrstu þremur leikjunum en í undanförnum tveimur leikjum hefur hann reynt alls 33 sinnum að sóla andstæðinga sína þar af 21 sinni í leiknum á móti KA fyrir norðan.

Í 56,9 prósent tilfella hefur þetta gengið upp hjá Brynjólfi og þetta skilaði meðal annars einu marki á móti KA fyrir norðan.

Blikar eru það lið sem hefur reynt oftast að sóla andstæðinginn, 24,67 sinnum í hverjum leik og Brynjólfur á því næstum því helminginn af þeim tilraunum. Nýliðar Gróttu eru aftur á móti í öðru sæti (37,69) og Stjarnan er í því þriðja (26,26).

FH-ingar eiga kannski manninn í öðru sæti á þessum lista en það breytir ekki því að FH-liðið rekur lestina og er það lið sem hefur reynt sjaldnast að sóla andstæðing í Pepsi Max deildinni til þessa. Fjölni og HK eru í næstu sætum fyrir ofan.

Flestir reyndir einleikir á hverjar 90 mínútur í Pepsi Max deild karla:

(Tölfræði frá Wyscout til og með 12. júlí 2020)

  • 1. Brynjólfur Andersen Willumsson, Breiðabliki 11,36
  • 2. Jónatan Ingi Jónsson, FH 8,73
  • 3. Axel Freyr Harðarson, Gróttu 8,50
  • 4. Axel Sigurðarson, Gróttu 8,41
  • 5. Atli Sigurjónsson, KR 8,21
  • 6. Aron Bjarnason, Val 7,33
  • 7. Valgeir Valgeirsson. HK 6,94
  • 8. Djair Parfitt-Williams, Fylki 6,70
  • 9. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 5,78
  • 10. Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki 5,72


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.