Real með níu fingur á titlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benzema fagnar í kvöld.
Benzema fagnar í kvöld. vísir/getty

Real Madrid er með níu fingur á spænska meistaratitlinum eftir 2-1 sigur á Granada á útivelli í kvöld.

Ferlan Mendy kom Real yfir á tíundu mínútu og sex mínútum síðar tvöfaldaði Karim Benzema forystuna en Frakkinn verið sjóðheitur.

Darwin Machis minnkaði muninn fyrir Granada á 50. mínútu en nær komust þeir ekki og lokatlöur 1-2.

Real Madrid er því með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar er tvær umferðir eru eftir en Granada er í 10. sætinu með 50 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.