Kemur í ljós í dag hvort Evrópubann Manchester City standi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2020 07:00 Í dag kemur í ljós hvort þessir leikmenn fái að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vísir/Getty Manchester City var fyrr í vetur dæmt í bann frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu til næstu tveggja ára. City áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, og í dag verður skorið úr um hvort bannið sé lögmætt. City var dæmt fyrir að brjóta fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu eða FFP-reglugerðina eins og hún er oftast kölluð. UEFA ákvað að kafa ofan í fjármál City eftir að þýski miðillinn Der Spiegel birti skjöl sem sýndu fram á að félagið hafði farið á mis við reglugerðina. Árið 2014 var City sektað um 49 milljónir punda fyrir að brjóta reglur UEFA. Sektin var síðar lækkuð niður í 16 milljónir punda. Talið er að niðurstaða dómstólsins gæti haft gífurleg áhrif á framtíð Manchester City sem og annara liða í Englandi og Evrópu. The Independent svaraði nokkrum af þeim spurningum sem vert er að vita svörin við. Hvað á City að hafa gert rangt? Talið er að félagið hafi logið um hversu mikið fjármagn var að koma inn í gegnum styrktaraðila félagsins frá árunum 2012 og 2016. Þar með hafi félagið geta eytt meiri fjármunum en það mátti í raun og veru. Þá gerði félagið ekkert sem í valdi þeirra stóð til að auðvelda rannsóknina. Refsingin er tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni ásamt sekt upp á 30 milljónir evra. Hvernig getur City varið sig? Þeir þurfa að sýna fram á að þeir hafi ekki logið til um fjármagn sem kom inn í gegnum styrktaraðila. Takist þeim að sýna fram á það þá ættu þeir að vinna áfrýjunina. Hvaða lið fer í Meistaradeildina ef bannið stendur? City er sem stendur öruggt með að enda í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fari svo að bannið standi mun 5. sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getur enska úrvalsdeildin einnig refsað félaginu? Já. FFP-reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru töluvert „slakari“ en þær sem UEFA fer eftir. Ef dómurinn stendur og það kemur í ljós að City tapaði meira þeir mega samkvæmt reglum deildarinnar þá gæti deildin gripið til aðgerða. Sekt væri líklegasta niðurstaðan þar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Manchester City var fyrr í vetur dæmt í bann frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu til næstu tveggja ára. City áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, og í dag verður skorið úr um hvort bannið sé lögmætt. City var dæmt fyrir að brjóta fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu eða FFP-reglugerðina eins og hún er oftast kölluð. UEFA ákvað að kafa ofan í fjármál City eftir að þýski miðillinn Der Spiegel birti skjöl sem sýndu fram á að félagið hafði farið á mis við reglugerðina. Árið 2014 var City sektað um 49 milljónir punda fyrir að brjóta reglur UEFA. Sektin var síðar lækkuð niður í 16 milljónir punda. Talið er að niðurstaða dómstólsins gæti haft gífurleg áhrif á framtíð Manchester City sem og annara liða í Englandi og Evrópu. The Independent svaraði nokkrum af þeim spurningum sem vert er að vita svörin við. Hvað á City að hafa gert rangt? Talið er að félagið hafi logið um hversu mikið fjármagn var að koma inn í gegnum styrktaraðila félagsins frá árunum 2012 og 2016. Þar með hafi félagið geta eytt meiri fjármunum en það mátti í raun og veru. Þá gerði félagið ekkert sem í valdi þeirra stóð til að auðvelda rannsóknina. Refsingin er tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni ásamt sekt upp á 30 milljónir evra. Hvernig getur City varið sig? Þeir þurfa að sýna fram á að þeir hafi ekki logið til um fjármagn sem kom inn í gegnum styrktaraðila. Takist þeim að sýna fram á það þá ættu þeir að vinna áfrýjunina. Hvaða lið fer í Meistaradeildina ef bannið stendur? City er sem stendur öruggt með að enda í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fari svo að bannið standi mun 5. sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getur enska úrvalsdeildin einnig refsað félaginu? Já. FFP-reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru töluvert „slakari“ en þær sem UEFA fer eftir. Ef dómurinn stendur og það kemur í ljós að City tapaði meira þeir mega samkvæmt reglum deildarinnar þá gæti deildin gripið til aðgerða. Sekt væri líklegasta niðurstaðan þar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira