Enski boltinn

Vonir Leicester á Meistaradeildarsæti fara dvínandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr öskunni í eldinn. Staðan fór úr 1-1 í 2-1 fyrir Bournemouth og Leicester varð manni færri á aðeins nokkrum sekúndum.
Úr öskunni í eldinn. Staðan fór úr 1-1 í 2-1 fyrir Bournemouth og Leicester varð manni færri á aðeins nokkrum sekúndum. EPA-EFE/Glyn Kirk

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var leikur Bournemouth og Leicester en liðin eru að berjast á sitt hvorum enda töflunnar. Fyrir leik var reiknað með sigri Leicester en annað kom á daginn. Heimamenn unnu 4-1 sigur.

Það fáum á óvart þegar Jamie Vardy kom gestunum yfir á 23. mínútu leiksins. Varnarleikur heimamanna var galinn og Vardy gat ekki annað en skorað.

Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og þannig var hún allt fram á 65. mínútu þegar leikurinn umturnaðist. Þá fékk Bournemouth víti eftir að Kasper Schmeichel skaut í bakið á varnarmanni sínum sem braut síðan á leikmanni Bournemouth.

Junior Stanislas fór á punktinn og jafnaði metin. Aðeins mínútu síðar hafði Dominic Solanke komið heimamönnum yfir og í kjölfarið fékk Caglar Soyuncu - miðvörður Leicester - beint rautt spjald fyrir átök inn í markinu eftir að boltinn fór í netið. 

Til að kóróna hörmungar leik gestanna skoraði Jonny Evans sjálfsmark á 83. mínútu og Solanke bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Bournemouth áður en leiknum lauk.

Leicester mistókst þar með að komast upp fyrir Chelsea sem situr í þriðja sæti deildarinnar og ef Manchester United vinnur Southampton annað kvöld er þriðja sætið þeirra. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.