Innlent

Tóku niður­stöður skimunar í Frakk­landi gilda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekin voru í Frakklandi gild fyrir farþega sína í gær.
Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekin voru í Frakklandi gild fyrir farþega sína í gær. Vísir/Vilhelm

Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. Allir farþegar voru með neikvæð sýni úr fyrri prófum. Annað skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun.

Franska lúxusskemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka í Reykjavík í gær. Farþegar skipsins sem eru frá Frakklandi flugu þaðan í gær og fóru í skimun á Keflavíkurflugvelli fyrir Covid-19 en höfðu tveimur sólahringum áður farið í sýnatöku í heimalandi sínu. Emma Kjartansdóttir deildarstjóri hjá Iceland Travel segir að skipið hafi siglt frá Miðbakka í Reykjavík áleiðis til Grænlands í gærkvöldi.

„Það tók svo langan tíma að fá úr prófum í Keflavík þá ákvað skipafélagið að taka próf sem voru tekin áður í Frakklandi gild enda taka önnur skip á vegum félagsins þau gild. En skimunin í Keflavík er aukalega við það,“ segir Emma.

Emma segir að skipafélagið Pontant sem á skipið greiði fyrir sýnatöku farþega hér á landi. Annað skemmtiferðaskip félagsins, Le Bellot lagðist við Miðbakka í morgun en það fer í siglingu kringum Ísland. Farþegar skipsins sem verða 26 fljúga frá Frakklandi á morgun.

„Við erum horfa á sama fyrirkomulag þar en vonumst til að fá niðurstöður fyrr úr Keflavík,“ segir Emma.

Hún segir að ef ferðirnar gangi vel gætu önnur skip siglt hingað í kjölfarið.

„Þetta er fyrsta sigling Le Bellot þetta er glænýtt farþegaskip og þetta verður algjör lúxus.“

„Þetta er fyrsta siglingin af sex eða sjö svo að það er verið að horfa á hvernig þetta byrjar allt saman,“ sagði Emma Kjartansdóttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.