Fótbolti

Birkir í basli er Brescia tapaði stórt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik dagsins.
Birkir Bjarnason í leik dagsins. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia sem tapaði 0-3 á heimavelli gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Birkir lék 58 mínútur í kvöld en var þá tekinn af velli. Þá var staðan 1-0 en varnarmaðurinn Federico Fazio kom gestunum úr Róm yfir í upphafi síðari hálfleiks.

Nikola Kilinic bætti við öðru marki Roma aðeins fjórum mínútum eftir að Birkir fór af velli og Nicoló Zaniolo setti svo salt í sárin með því að skora þriðja markið á 74. mínútu leiksins.

Staðan orðin 3-0 Roma í vil og þar við sat. Brescia er í 19. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með aðeins 21 stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Roma er í 5. sæti með 54 stig þegar sex umferðir eru eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.