Fótbolti

Birkir í basli er Brescia tapaði stórt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik dagsins.
Birkir Bjarnason í leik dagsins. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia sem tapaði 0-3 á heimavelli gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Birkir lék 58 mínútur í kvöld en var þá tekinn af velli. Þá var staðan 1-0 en varnarmaðurinn Federico Fazio kom gestunum úr Róm yfir í upphafi síðari hálfleiks.

Nikola Kilinic bætti við öðru marki Roma aðeins fjórum mínútum eftir að Birkir fór af velli og Nicoló Zaniolo setti svo salt í sárin með því að skora þriðja markið á 74. mínútu leiksins.

Staðan orðin 3-0 Roma í vil og þar við sat. Brescia er í 19. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með aðeins 21 stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Roma er í 5. sæti með 54 stig þegar sex umferðir eru eftir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.