Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 14:40 Rakel er söngkona hljómsveitarinnar Dream Wife sem hefur gert það gott á Bretlandi. Getty/Andrew Benge Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga nú á dögunum ásamt hljómsveit sinni Dream Wife sem gaf út plötuna So When You Gonna… þann 3. júlí síðastliðinn. Official Record Store Chart: @DreamWifeMusic's So When You Gonna... is the Number 1 selling album in indie retailers this week https://t.co/peQ7EAzkFZ pic.twitter.com/23AFzBr1jA— Official Charts (@officialcharts) July 11, 2020 Platan er nú í 18. sæti listans en hún er gríðarlega vinsæl á Indie listanum þar sem hún er í öðru sæti og náði hún einnig í þriðja sæti á lista vínyl plata. Hljómsveitina skipa þær Rakel Mjöll, Alice Go og Bella Podpadec. Hljómsveitin var stofnuð árið 2014 í Brighton og hefur vakið talsverða athygli. Tónlistargagnrýnandi Guardian gaf plötunni So When You Gonna… þrjár stjörnur af fimm mögulegum og sagði plötuna metnaðarfulla og skemmtilega. Rakel fagnar velgengni plötunnar á samfélagsmiðlum og segir að þær hafi verið bjartsýnar en að aðdáendur hljómsveitarinnar hafi heldur betur komið á óvart síðustu daga. Tónlist Bretland Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga nú á dögunum ásamt hljómsveit sinni Dream Wife sem gaf út plötuna So When You Gonna… þann 3. júlí síðastliðinn. Official Record Store Chart: @DreamWifeMusic's So When You Gonna... is the Number 1 selling album in indie retailers this week https://t.co/peQ7EAzkFZ pic.twitter.com/23AFzBr1jA— Official Charts (@officialcharts) July 11, 2020 Platan er nú í 18. sæti listans en hún er gríðarlega vinsæl á Indie listanum þar sem hún er í öðru sæti og náði hún einnig í þriðja sæti á lista vínyl plata. Hljómsveitina skipa þær Rakel Mjöll, Alice Go og Bella Podpadec. Hljómsveitin var stofnuð árið 2014 í Brighton og hefur vakið talsverða athygli. Tónlistargagnrýnandi Guardian gaf plötunni So When You Gonna… þrjár stjörnur af fimm mögulegum og sagði plötuna metnaðarfulla og skemmtilega. Rakel fagnar velgengni plötunnar á samfélagsmiðlum og segir að þær hafi verið bjartsýnar en að aðdáendur hljómsveitarinnar hafi heldur betur komið á óvart síðustu daga.
Tónlist Bretland Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira