Tónlist

Rakel er þriðja ís­lenska konan til að komast á breska vin­sældar­lista

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rakel er söngkona hljómsveitarinnar Dream Wife sem hefur gert það gott á Bretlandi.
Rakel er söngkona hljómsveitarinnar Dream Wife sem hefur gert það gott á Bretlandi. Getty/Andrew Benge

Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga nú á dögunum ásamt hljómsveit sinni Dream Wife sem gaf út plötuna So When You Gonna… þann 3. júlí síðastliðinn.

Platan er nú í 18. sæti listans en hún er gríðarlega vinsæl á Indie listanum þar sem hún er í öðru sæti og náði hún einnig í þriðja sæti á lista vínyl plata.

Hljómsveitina skipa þær Rakel Mjöll, Alice Go og Bella Podpadec. Hljómsveitin var stofnuð árið 2014 í Brighton og hefur vakið talsverða athygli. Tónlistargagnrýnandi Guardian gaf plötunni So When You Gonna… þrjár stjörnur af fimm mögulegum og sagði plötuna metnaðarfulla og skemmtilega.

Rakel fagnar velgengni plötunnar á samfélagsmiðlum og segir að þær hafi verið bjartsýnar en að aðdáendur hljómsveitarinnar hafi heldur betur komið á óvart síðustu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×