Tónlist

Rakel er þriðja ís­lenska konan til að komast á breska vin­sældar­lista

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rakel er söngkona hljómsveitarinnar Dream Wife sem hefur gert það gott á Bretlandi.
Rakel er söngkona hljómsveitarinnar Dream Wife sem hefur gert það gott á Bretlandi. Getty/Andrew Benge

Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga nú á dögunum ásamt hljómsveit sinni Dream Wife sem gaf út plötuna So When You Gonna… þann 3. júlí síðastliðinn.

Platan er nú í 18. sæti listans en hún er gríðarlega vinsæl á Indie listanum þar sem hún er í öðru sæti og náði hún einnig í þriðja sæti á lista vínyl plata.

Hljómsveitina skipa þær Rakel Mjöll, Alice Go og Bella Podpadec. Hljómsveitin var stofnuð árið 2014 í Brighton og hefur vakið talsverða athygli. Tónlistargagnrýnandi Guardian gaf plötunni So When You Gonna… þrjár stjörnur af fimm mögulegum og sagði plötuna metnaðarfulla og skemmtilega.

Rakel fagnar velgengni plötunnar á samfélagsmiðlum og segir að þær hafi verið bjartsýnar en að aðdáendur hljómsveitarinnar hafi heldur betur komið á óvart síðustu daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.