Rakel er þriðja íslenska konan til að komast á breska vinsældarlista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 14:40 Rakel er söngkona hljómsveitarinnar Dream Wife sem hefur gert það gott á Bretlandi. Getty/Andrew Benge Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga nú á dögunum ásamt hljómsveit sinni Dream Wife sem gaf út plötuna So When You Gonna… þann 3. júlí síðastliðinn. Official Record Store Chart: @DreamWifeMusic's So When You Gonna... is the Number 1 selling album in indie retailers this week https://t.co/peQ7EAzkFZ pic.twitter.com/23AFzBr1jA— Official Charts (@officialcharts) July 11, 2020 Platan er nú í 18. sæti listans en hún er gríðarlega vinsæl á Indie listanum þar sem hún er í öðru sæti og náði hún einnig í þriðja sæti á lista vínyl plata. Hljómsveitina skipa þær Rakel Mjöll, Alice Go og Bella Podpadec. Hljómsveitin var stofnuð árið 2014 í Brighton og hefur vakið talsverða athygli. Tónlistargagnrýnandi Guardian gaf plötunni So When You Gonna… þrjár stjörnur af fimm mögulegum og sagði plötuna metnaðarfulla og skemmtilega. Rakel fagnar velgengni plötunnar á samfélagsmiðlum og segir að þær hafi verið bjartsýnar en að aðdáendur hljómsveitarinnar hafi heldur betur komið á óvart síðustu daga. Tónlist Bretland Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rakel Mjöll Leifsdóttir er þriðja íslenska tónlistarkonan til að komast á listann yfir 20 vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Hún náði þessum merka áfanga nú á dögunum ásamt hljómsveit sinni Dream Wife sem gaf út plötuna So When You Gonna… þann 3. júlí síðastliðinn. Official Record Store Chart: @DreamWifeMusic's So When You Gonna... is the Number 1 selling album in indie retailers this week https://t.co/peQ7EAzkFZ pic.twitter.com/23AFzBr1jA— Official Charts (@officialcharts) July 11, 2020 Platan er nú í 18. sæti listans en hún er gríðarlega vinsæl á Indie listanum þar sem hún er í öðru sæti og náði hún einnig í þriðja sæti á lista vínyl plata. Hljómsveitina skipa þær Rakel Mjöll, Alice Go og Bella Podpadec. Hljómsveitin var stofnuð árið 2014 í Brighton og hefur vakið talsverða athygli. Tónlistargagnrýnandi Guardian gaf plötunni So When You Gonna… þrjár stjörnur af fimm mögulegum og sagði plötuna metnaðarfulla og skemmtilega. Rakel fagnar velgengni plötunnar á samfélagsmiðlum og segir að þær hafi verið bjartsýnar en að aðdáendur hljómsveitarinnar hafi heldur betur komið á óvart síðustu daga.
Tónlist Bretland Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira