Íslenski boltinn

Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víða um heim hafa verið herferðir gegn kynþáttafordómum í fótbolta.
Víða um heim hafa verið herferðir gegn kynþáttafordómum í fótbolta. getty/ Catherine Ivill

Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net.

Haft er eftir Viktori Huga Henttinen, aðstoðarþjálfara Berserkja, að leikmaður Skallagríms hafi í kjölfar hitaatviks í leiknum snúið sér að Gunnari og sagt honum að „drullast heim til Namibíu.“

Þá er annar leikmaður Berserkja sagður hafa heyrt sama leikmann Skallagríms kalla Gunnar apakött, um fimm mínútum áður.

Twana Khalid Ahmad, dómari leiksins, talar ekki íslensku og átti samskipti við leikmenn á ensku. Hann áttaði sig því ekki á hvaða ummæli voru látin falla. Ekki liggur fyrir hvort annað atvikanna, eða bæði, fóru í skýrslu dómarans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.