Fótbolti

Ný lög banna auglýsingar veðmálafyrirtækja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stórlið Sevilla er með veðmálafyrirtækið Marathon Bet framan á búningum sínum. Það verður ekki leyfilegt þegar ný lög á Spáni taka gildi.
Stórlið Sevilla er með veðmálafyrirtækið Marathon Bet framan á búningum sínum. Það verður ekki leyfilegt þegar ný lög á Spáni taka gildi. EPA-EFE/Julio Muñoz

Á meðan umræðan á Íslandi er í þá átt að leyfa eigi íþróttafélögum landsins að auglýsa veðmálafyrirtæki þá hafa spænsk yfirvöld tekið annan pól í hæðina. Ný lög þar í landi munu banna spænskum knattspyrnufélögum í efstu og næst efstu deild að auglýsa veðmálafyrirtæki framan á búningum sínum. 

Þá mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa á leikvöngum liðanna. Mun þetta hafa áhrif á 41 af 42 liðum í deildunum tveimur.

Alls eru tíu félög í deildunum tveimur með veðmálafyrirtæki sem sinn helsta styrktaraðila. Þar má nefna stórliðin Valencia og Sevilla ásamt liðum á borð við Leganes, Osasuna, Levante, Alaves, Granada, Real Mallorca og Sporting Gijon.

Veðmálauglýsingar eru á nær öllum leikvöngum í deildunum tveimur og mörg eru með veðmálauglýsingar á búningum sínum þó það sé ekki þeirra stærsti styrktaraðili.

Mun þetta því hafa áhrif á lið eins og Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid.

Sem stendur er aðeins eitt félag í deildunum tveimur sem hefur neitað að þiggja fjármagn frá veðmálafyrirtækjum, það er Real Sociedad. Er það því eina liðið sem mun ekki verða af háum upphæðum þegar lögin verða tekin í gildi.

Talið er að spænsk knattspyrnulið verði af allt að 80 milljónum evra ef fjármálafyrirtæki fá ekki að auglýsa hjá þeim.

Marca greindi frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.