Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 11:41 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í málinu gegn Esau í Windhoek í dag. Einn aðalrannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Afríkuríkinu, Karl Cloete, bar vitni í dag og fjallaði þar um kaup Esau á landareign og sagði hana keypta fyrir fjármuni sem Esau fékk frá Samherja. Cloete sagði að Esau og eiginkona hans, Swamma Esau, hafi samið um að kaupa landareign í nóvember 2017. Kaupverðið var 1.7 milljónir namibíudala og skrifuðu bæði Esau og eiginkona hans undir kaupsamninginn. Cloete sagði í vitnisburði sínum að peningarnir hafi komist til Esau frá Samherja í gegnum lögfræðistofuna De Klerk, Horn & Coetzee. Verjandi ráðherrans fyrrverandi, Richard Metcalfe, sagði að Esau hafi ásamt eiginkonu sinni fundað með lögfræðingnum Maren De Klerk til þess að setja upp erfðaskrá eftir að Sacky Shanghala hefði mælt með De Klerk. Þar hafi De Klerk spurt Esau hvort hann hefði áhuga á að kaupa land í Otjiwarongo en Esau hafi ekki haft efni á slíkri fjárfestingu. Metcalfe sagði að skjólstæðingur sinn hafi skrifað undir stofnsamnings fyrirtækisins sem eignaðist landareignina en hafi verið steinhissa þegar hann frétti að landareignin teldist til eigna sinna. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi hafði ekki tilgreint landareignina í Otjiwarongo þegar þess var krafist af honum fyrir upphaf réttarhaldanna að gera skilmerkilega grein fyrir eignum sínum. Metcalfe sýndi fyrir dómstólnum tölvupóstsamskipti sem hann sagði að sýndu að hvorki Bernhard né Swamma Esau hafi verið látin vita af því að landareignin yrði skráð á hjónin. Namibian Sun greinir frá því að Esau hafi sagst ekki hafa nein not fyrir landareignina og hafi boðist til þess að gefa hana eftir og láta hana renna til ríkisins. Þá var réttarhöldunum frestað til 21. júlí. Áætlað er að þar muni verjendur og saksóknarar flytja lokaávörp sín. Dómarinn Duard Kesslau segist telja að niðurstaða verði komin í málið degi síðar og verði þá ákvarðað hvort Esau og tengdasonur hans Tamson „Fitty“ Hatuikulipi verði leystir úr haldi gegn tryggingu. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í málinu gegn Esau í Windhoek í dag. Einn aðalrannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Afríkuríkinu, Karl Cloete, bar vitni í dag og fjallaði þar um kaup Esau á landareign og sagði hana keypta fyrir fjármuni sem Esau fékk frá Samherja. Cloete sagði að Esau og eiginkona hans, Swamma Esau, hafi samið um að kaupa landareign í nóvember 2017. Kaupverðið var 1.7 milljónir namibíudala og skrifuðu bæði Esau og eiginkona hans undir kaupsamninginn. Cloete sagði í vitnisburði sínum að peningarnir hafi komist til Esau frá Samherja í gegnum lögfræðistofuna De Klerk, Horn & Coetzee. Verjandi ráðherrans fyrrverandi, Richard Metcalfe, sagði að Esau hafi ásamt eiginkonu sinni fundað með lögfræðingnum Maren De Klerk til þess að setja upp erfðaskrá eftir að Sacky Shanghala hefði mælt með De Klerk. Þar hafi De Klerk spurt Esau hvort hann hefði áhuga á að kaupa land í Otjiwarongo en Esau hafi ekki haft efni á slíkri fjárfestingu. Metcalfe sagði að skjólstæðingur sinn hafi skrifað undir stofnsamnings fyrirtækisins sem eignaðist landareignina en hafi verið steinhissa þegar hann frétti að landareignin teldist til eigna sinna. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi hafði ekki tilgreint landareignina í Otjiwarongo þegar þess var krafist af honum fyrir upphaf réttarhaldanna að gera skilmerkilega grein fyrir eignum sínum. Metcalfe sýndi fyrir dómstólnum tölvupóstsamskipti sem hann sagði að sýndu að hvorki Bernhard né Swamma Esau hafi verið látin vita af því að landareignin yrði skráð á hjónin. Namibian Sun greinir frá því að Esau hafi sagst ekki hafa nein not fyrir landareignina og hafi boðist til þess að gefa hana eftir og láta hana renna til ríkisins. Þá var réttarhöldunum frestað til 21. júlí. Áætlað er að þar muni verjendur og saksóknarar flytja lokaávörp sín. Dómarinn Duard Kesslau segist telja að niðurstaða verði komin í málið degi síðar og verði þá ákvarðað hvort Esau og tengdasonur hans Tamson „Fitty“ Hatuikulipi verði leystir úr haldi gegn tryggingu.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira