Búið að draga í Meistaradeildinni | Ronaldo gæti mætt sínum gömlu félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 10:50 Ronaldo átti ekki sinn besta dag er Juventus tapaði 1-0 fyrir Lyon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Monika Majer/Getty Images Dregið var í dag í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Það sem eftir er af keppninni verður frábrugðið því sem við erum vön. Í stað þess að lið spili heima og að heiman verður aðeins einn leikur til að skera úr um hvaða lið fer áfram. Munu allir leikir keppninnar sem eftir eru fara fram í Lisabon í Portúgal. Leikið verður á Estadio do Sport Lisboa, heimavelli Benfica og á Estadio Jose Alvalade sem er heimavöllur Sporting. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 Enn á eftir að klára nokkrar viðureignir í 16-liða úrslitum en það gæti til að mynda farið svo að Cristiano Ronaldo mæti sínum gömlu félögum í Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þá þyrftu bæði Juve og Real að vinna síðari leiki sína gegn Lyon og Manchester City. Lionel Messi og félagar í Barcelona þurfa að landa sigri í síðari leik sínum gegn Napoli til að fara áfram. Þar bíður þeirra að öllum líkindum Bayern Munich en þýska liðið vann Chelsea 3-0 á Brúnni í Lundúnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. RB Leipzig mætir Atletico Madrid og hið stórskemmtilega Atalanta mætir stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain. Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar. Sigurvegarinn úr viðureign Leipzig og Atl. Madrid mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Atalanta og PSG. Erfiðara er að rýna í hinn undanúrslitaleikinn en þar verður eitt af þessum fjórum liðum: Real Madrid, Manchester City, Lyon eða Juventus. Mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Bayern Munich [nema Chelsea komi verulega á óvart í Þýskalandi] gegn Napoli eða Barcelona. 8-liða úrslitin verða leikin frá 12. til 15. ágúst og undanúrslitin 18. og 19. ágúst. Verða allir leikirnir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Dregið var í dag í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Það sem eftir er af keppninni verður frábrugðið því sem við erum vön. Í stað þess að lið spili heima og að heiman verður aðeins einn leikur til að skera úr um hvaða lið fer áfram. Munu allir leikir keppninnar sem eftir eru fara fram í Lisabon í Portúgal. Leikið verður á Estadio do Sport Lisboa, heimavelli Benfica og á Estadio Jose Alvalade sem er heimavöllur Sporting. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 Enn á eftir að klára nokkrar viðureignir í 16-liða úrslitum en það gæti til að mynda farið svo að Cristiano Ronaldo mæti sínum gömlu félögum í Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þá þyrftu bæði Juve og Real að vinna síðari leiki sína gegn Lyon og Manchester City. Lionel Messi og félagar í Barcelona þurfa að landa sigri í síðari leik sínum gegn Napoli til að fara áfram. Þar bíður þeirra að öllum líkindum Bayern Munich en þýska liðið vann Chelsea 3-0 á Brúnni í Lundúnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. RB Leipzig mætir Atletico Madrid og hið stórskemmtilega Atalanta mætir stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain. Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar. Sigurvegarinn úr viðureign Leipzig og Atl. Madrid mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Atalanta og PSG. Erfiðara er að rýna í hinn undanúrslitaleikinn en þar verður eitt af þessum fjórum liðum: Real Madrid, Manchester City, Lyon eða Juventus. Mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Bayern Munich [nema Chelsea komi verulega á óvart í Þýskalandi] gegn Napoli eða Barcelona. 8-liða úrslitin verða leikin frá 12. til 15. ágúst og undanúrslitin 18. og 19. ágúst. Verða allir leikirnir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira