Búið að draga í Meistaradeildinni | Ronaldo gæti mætt sínum gömlu félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 10:50 Ronaldo átti ekki sinn besta dag er Juventus tapaði 1-0 fyrir Lyon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Monika Majer/Getty Images Dregið var í dag í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Það sem eftir er af keppninni verður frábrugðið því sem við erum vön. Í stað þess að lið spili heima og að heiman verður aðeins einn leikur til að skera úr um hvaða lið fer áfram. Munu allir leikir keppninnar sem eftir eru fara fram í Lisabon í Portúgal. Leikið verður á Estadio do Sport Lisboa, heimavelli Benfica og á Estadio Jose Alvalade sem er heimavöllur Sporting. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 Enn á eftir að klára nokkrar viðureignir í 16-liða úrslitum en það gæti til að mynda farið svo að Cristiano Ronaldo mæti sínum gömlu félögum í Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þá þyrftu bæði Juve og Real að vinna síðari leiki sína gegn Lyon og Manchester City. Lionel Messi og félagar í Barcelona þurfa að landa sigri í síðari leik sínum gegn Napoli til að fara áfram. Þar bíður þeirra að öllum líkindum Bayern Munich en þýska liðið vann Chelsea 3-0 á Brúnni í Lundúnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. RB Leipzig mætir Atletico Madrid og hið stórskemmtilega Atalanta mætir stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain. Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar. Sigurvegarinn úr viðureign Leipzig og Atl. Madrid mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Atalanta og PSG. Erfiðara er að rýna í hinn undanúrslitaleikinn en þar verður eitt af þessum fjórum liðum: Real Madrid, Manchester City, Lyon eða Juventus. Mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Bayern Munich [nema Chelsea komi verulega á óvart í Þýskalandi] gegn Napoli eða Barcelona. 8-liða úrslitin verða leikin frá 12. til 15. ágúst og undanúrslitin 18. og 19. ágúst. Verða allir leikirnir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Dregið var í dag í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Það sem eftir er af keppninni verður frábrugðið því sem við erum vön. Í stað þess að lið spili heima og að heiman verður aðeins einn leikur til að skera úr um hvaða lið fer áfram. Munu allir leikir keppninnar sem eftir eru fara fram í Lisabon í Portúgal. Leikið verður á Estadio do Sport Lisboa, heimavelli Benfica og á Estadio Jose Alvalade sem er heimavöllur Sporting. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 Enn á eftir að klára nokkrar viðureignir í 16-liða úrslitum en það gæti til að mynda farið svo að Cristiano Ronaldo mæti sínum gömlu félögum í Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þá þyrftu bæði Juve og Real að vinna síðari leiki sína gegn Lyon og Manchester City. Lionel Messi og félagar í Barcelona þurfa að landa sigri í síðari leik sínum gegn Napoli til að fara áfram. Þar bíður þeirra að öllum líkindum Bayern Munich en þýska liðið vann Chelsea 3-0 á Brúnni í Lundúnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. RB Leipzig mætir Atletico Madrid og hið stórskemmtilega Atalanta mætir stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain. Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar. Sigurvegarinn úr viðureign Leipzig og Atl. Madrid mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Atalanta og PSG. Erfiðara er að rýna í hinn undanúrslitaleikinn en þar verður eitt af þessum fjórum liðum: Real Madrid, Manchester City, Lyon eða Juventus. Mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Bayern Munich [nema Chelsea komi verulega á óvart í Þýskalandi] gegn Napoli eða Barcelona. 8-liða úrslitin verða leikin frá 12. til 15. ágúst og undanúrslitin 18. og 19. ágúst. Verða allir leikirnir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn