Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 11:30 Mikil samstaða var meðal leikmanna deildarinnar fyrir leikinn í gærkvöld. Mike Ehrmann/Getty Images MLS-deildin fór aftur af stað í gær með Orlando City og Inter Miami. Orlando vann leikinn 2-1 en það sem vakti mesta athygli voru mótmæli leikmanna beggja liða fyrir leik. MLS-deildin í fótbolta hófst í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum. Eftir aðeins tvær umferðir þurfti að fresta deildinni vegna kórónufaraldursins. Nú er deildin loks farin aftur af stað en þó með breyttu sniði en áður. MLS players from across the league stood together for a Black Lives Matter demonstration prior to Orlando City vs. Inter Miami. pic.twitter.com/4wszNbCUG3— ESPN (@espn) July 9, 2020 Líkt og NBA-deildin í körfubolta verður leikið í Disney World í Orlando þar sem kórónufaraldurinn virðist enn lifa góðu lífi í Bandaríkjunum. Sky Sports greindi frá. Fyrir leik steyttu leikmenn beggja liða hnefa í loftið – til heiðurs Tommie Smith og John Carlos – á meðan aðrir krupu. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælunum sem var ætlað að minna á það óréttlæti sem litað fólk þarf að þola í Bandaríkjunum dag frá degi. „Svartur og stoltur“ og „Þögn er ofbeldi“ var meðal þess sem stóð á stuttermabolum sem margir leikmenn klæddust yfir treyjur sínar fyrir leikinn. Mótmælin stóðu yfir í átta mínútur og 46 sekúndur eða jafn lengi Thomas Lane, lögreglu-maðurinn sem myrti George Floyd. kraup á hálsi hans fyrr á þessu ári. Standing in solidarity with @BPCMLS. #BlackLivesMatter | #MLSisBlack pic.twitter.com/MCooMu9aER— Major League Soccer (@MLS) July 9, 2020 „Þetta er tækifæri fyrir okkur til að sýna að við stöndum saman. Með þessu getum við látið í okkur heyra og MLS-deildin hefur sýnt að hún stendur við bakið á okkur með því að leyfa okkur að mótmæla,“ sagði Justin Morrow, leikmaður Toronto FC og framkvæmdastjóri samtakanna „Svartir leikmenn fyrir breytingar,“ (e. Black Players for Change). Alls eru 170 svartir leikmenn MLS-deildarinnar í samtökunum sem voru stofnuð til að gefa leikmönnum rödd út á við og stuðla að breytingum bæði innan MLS sem utan. I applaud you @MLS well done. #BLM #MLSisBack pic.twitter.com/0JMMVD5LEF— Tim Howard (@TimHowardGK) July 9, 2020 Hvað leik Orlando og Inter Miami varðar þá vann Orlando mjög dramatískan 2-1 sigur. Luis Nani, fyrrum leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, reyndist hetja Orlando. Hann lagði upp jöfnunarmark þeirra á 70. mínútu og skoraði svo sigurmarkið þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hetjan fékk svo heiðursskiptingu í kjölfarið. Celebrating a dub with your boys! pic.twitter.com/LwWZMPZuKL— Major League Soccer (@MLS) July 9, 2020 Sigur Orlando þýðir að liðið er nú á toppi riðilsins en MLS-deildin verður með breyttu sniði í ár. Leikið er í sex riðlum og efstu tvö liðin í hverjum riðli fara áfram í 16-liða úrslit. Þau fjögur lið sem verða með besta árangurinn af þeim sex sem enda í 3. sæti fara einnig áfram í útsláttarkeppnina. Leikið er fyrir luktum dyrum í Disney World í Flórída. FC Dallas er eina lið deildarinnar sem vildi ekki taka þátt í keppninni sem fram fer frá 8. júlí til 11. ágúst. Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC hefja leik í dag en þeir mæta Philadelphia Union klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Fótbolti MLS Black Lives Matter Dauði George Floyd Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Sjá meira
MLS-deildin fór aftur af stað í gær með Orlando City og Inter Miami. Orlando vann leikinn 2-1 en það sem vakti mesta athygli voru mótmæli leikmanna beggja liða fyrir leik. MLS-deildin í fótbolta hófst í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum. Eftir aðeins tvær umferðir þurfti að fresta deildinni vegna kórónufaraldursins. Nú er deildin loks farin aftur af stað en þó með breyttu sniði en áður. MLS players from across the league stood together for a Black Lives Matter demonstration prior to Orlando City vs. Inter Miami. pic.twitter.com/4wszNbCUG3— ESPN (@espn) July 9, 2020 Líkt og NBA-deildin í körfubolta verður leikið í Disney World í Orlando þar sem kórónufaraldurinn virðist enn lifa góðu lífi í Bandaríkjunum. Sky Sports greindi frá. Fyrir leik steyttu leikmenn beggja liða hnefa í loftið – til heiðurs Tommie Smith og John Carlos – á meðan aðrir krupu. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælunum sem var ætlað að minna á það óréttlæti sem litað fólk þarf að þola í Bandaríkjunum dag frá degi. „Svartur og stoltur“ og „Þögn er ofbeldi“ var meðal þess sem stóð á stuttermabolum sem margir leikmenn klæddust yfir treyjur sínar fyrir leikinn. Mótmælin stóðu yfir í átta mínútur og 46 sekúndur eða jafn lengi Thomas Lane, lögreglu-maðurinn sem myrti George Floyd. kraup á hálsi hans fyrr á þessu ári. Standing in solidarity with @BPCMLS. #BlackLivesMatter | #MLSisBlack pic.twitter.com/MCooMu9aER— Major League Soccer (@MLS) July 9, 2020 „Þetta er tækifæri fyrir okkur til að sýna að við stöndum saman. Með þessu getum við látið í okkur heyra og MLS-deildin hefur sýnt að hún stendur við bakið á okkur með því að leyfa okkur að mótmæla,“ sagði Justin Morrow, leikmaður Toronto FC og framkvæmdastjóri samtakanna „Svartir leikmenn fyrir breytingar,“ (e. Black Players for Change). Alls eru 170 svartir leikmenn MLS-deildarinnar í samtökunum sem voru stofnuð til að gefa leikmönnum rödd út á við og stuðla að breytingum bæði innan MLS sem utan. I applaud you @MLS well done. #BLM #MLSisBack pic.twitter.com/0JMMVD5LEF— Tim Howard (@TimHowardGK) July 9, 2020 Hvað leik Orlando og Inter Miami varðar þá vann Orlando mjög dramatískan 2-1 sigur. Luis Nani, fyrrum leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, reyndist hetja Orlando. Hann lagði upp jöfnunarmark þeirra á 70. mínútu og skoraði svo sigurmarkið þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hetjan fékk svo heiðursskiptingu í kjölfarið. Celebrating a dub with your boys! pic.twitter.com/LwWZMPZuKL— Major League Soccer (@MLS) July 9, 2020 Sigur Orlando þýðir að liðið er nú á toppi riðilsins en MLS-deildin verður með breyttu sniði í ár. Leikið er í sex riðlum og efstu tvö liðin í hverjum riðli fara áfram í 16-liða úrslit. Þau fjögur lið sem verða með besta árangurinn af þeim sex sem enda í 3. sæti fara einnig áfram í útsláttarkeppnina. Leikið er fyrir luktum dyrum í Disney World í Flórída. FC Dallas er eina lið deildarinnar sem vildi ekki taka þátt í keppninni sem fram fer frá 8. júlí til 11. ágúst. Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC hefja leik í dag en þeir mæta Philadelphia Union klukkan 13:00 að íslenskum tíma.
Fótbolti MLS Black Lives Matter Dauði George Floyd Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn