Erlent

Forsætisráðherrann lést eftir ríkisstjórnarfund

Kjartan Kjartansson skrifar
Coulibaly sneri aftur úr tveggja mánaða meðferð í Frakklandi í síðustu viku. Þar gekkst hann undir stoðnetsígræðslu. Hann fékk nýtt hjarta árið 2012.
Coulibaly sneri aftur úr tveggja mánaða meðferð í Frakklandi í síðustu viku. Þar gekkst hann undir stoðnetsígræðslu. Hann fékk nýtt hjarta árið 2012. Vísir/EPA

Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, lést eftir að hann veiktist á miðjum ríkisstjórnarfundi í dag, 61 árs að aldri. Coulibaly var nýkominn heim úr meðferð vegna hjartveiki í Frakklandi en hann átti að vera forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningum í haust.

Mikil óvissa er sögð ríkja um forsetakosningarnar eftir andlát Coulibaly sem var talinn sigurstranglegur. Hann var fluttur á sjúkrahús eftir að hann kenndi sér meins á ríkisstjórnarfundi og andaðist þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann gekkst undir hjartaígræðslu árið 2012.

Alassane Outtara, forseti, segir sorg ríkja í Vestur-Afríkulandinu. Hann tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur sem forseti í mars. Vangaveltur eru nú um að hann gæti neyðst til þess að gefa áfram kost á sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.