Fótbolti

Íslendingarnir gerðu jafntefli í Danmörku og Sverrir Ingi hélt hreinu í Grikklandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Sverrir Ingi og félagar eru í þriðja sætinu í Grikklandi.
Sverrir Ingi og félagar eru í þriðja sætinu í Grikklandi. getty/Jeroen Meuwsen

Þrír Íslendingar tóku þátt í leik Lyngby og SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn og hélt hreinu í grísku úrvalsdeildinni.

Frederik Schram byrjaði í markinu hjá Lyngby og Ísak Óli Ólafsson í bakverðinum hjá SönderjyskE. SönderjyskE komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Peter Buch Christiansen en Lyngby náði að jafna á 54. mínútu með marki frá Magnus Warming. Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á fyrir Rilwan Hassan á 64. mínútu en enduðu leikar 1-1. 

SönderjyskE eru í 2. sæti í riðlinum en Lyngby í þriðja sæti, en þriðja sæti og neðar þurfa að spila umspilsleiki um áframhaldandi sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í vörninni fyrir PAOK Thessaloniki í markalausu jafntefli við Panathinaikos. PAOK eru í 3. sætinu stigi á eftir AEK sem eru í 2. sæti deildarinnar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.