Fótbolti

Íslendingarnir gerðu jafntefli í Danmörku og Sverrir Ingi hélt hreinu í Grikklandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Sverrir Ingi og félagar eru í þriðja sætinu í Grikklandi.
Sverrir Ingi og félagar eru í þriðja sætinu í Grikklandi. getty/Jeroen Meuwsen

Þrír Íslendingar tóku þátt í leik Lyngby og SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn og hélt hreinu í grísku úrvalsdeildinni.

Frederik Schram byrjaði í markinu hjá Lyngby og Ísak Óli Ólafsson í bakverðinum hjá SönderjyskE. SönderjyskE komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Peter Buch Christiansen en Lyngby náði að jafna á 54. mínútu með marki frá Magnus Warming. Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á fyrir Rilwan Hassan á 64. mínútu en enduðu leikar 1-1. 

SönderjyskE eru í 2. sæti í riðlinum en Lyngby í þriðja sæti, en þriðja sæti og neðar þurfa að spila umspilsleiki um áframhaldandi sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í vörninni fyrir PAOK Thessaloniki í markalausu jafntefli við Panathinaikos. PAOK eru í 3. sætinu stigi á eftir AEK sem eru í 2. sæti deildarinnar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.