Íslenski boltinn

Lengjudeild kvenna: ÍA og Keflavík með stórsigra

Ísak Hallmundarson skrifar
Keflavíkurkonur eru á toppi deildarinnar.
Keflavíkurkonur eru á toppi deildarinnar. Mynd/víkurfréttir

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld.

ÍA, sem fyrir leik hafði gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, vann stóran sigur á Völsungi, 4-0. Með sigrinum fara þær í 5. sæti deildarinnar með sex stig en Völsungur er án stiga á botninum og á enn eftir að skora mark.

Dröfn Einarsdóttir skoraði þrennu fyrir Keflavík þegar liðið vann 4-0 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. Þær eru nú á toppnum með tíu stig, en Fjölnir er í 7. sæti með þrjú stig.

Í Skagafirði vann Tindastóll góðan sigur á Augnabliki, 1-0, en eina mark leiksins skoraði Hugrún Pálsdóttir á 21. mínútu. Skagafjarðarstelpur eru nú í 2. sæti með tíu stig, jafnmörg stig og Keflavík sem er á toppnum. Augnablik er í 8. sæti með eitt stig eftir þrjá leiki.

Þá tók Víkingur Reykjavík á móti Gróttu í Fossvoginum. Lokatölur þar 1-3 fyrir Gróttu, Helga Rakel Fjalarsdóttir, María Lovísa Jónasdóttir og Emelía Óskarsdóttir skoruðu mörk Gróttu en Stefanía Ásta Tryggvadóttir skoraði eina mark Víkinga. Grótta í 4. sætinu með átta stig en Víkingsstelpur í níunda og næstneðsta sæti með eitt stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×