Íslenski boltinn

Lengjudeild kvenna: ÍA og Keflavík með stórsigra

Ísak Hallmundarson skrifar
Keflavíkurkonur eru á toppi deildarinnar.
Keflavíkurkonur eru á toppi deildarinnar. Mynd/víkurfréttir

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld.

ÍA, sem fyrir leik hafði gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, vann stóran sigur á Völsungi, 4-0. Með sigrinum fara þær í 5. sæti deildarinnar með sex stig en Völsungur er án stiga á botninum og á enn eftir að skora mark.

Dröfn Einarsdóttir skoraði þrennu fyrir Keflavík þegar liðið vann 4-0 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. Þær eru nú á toppnum með tíu stig, en Fjölnir er í 7. sæti með þrjú stig.

Í Skagafirði vann Tindastóll góðan sigur á Augnabliki, 1-0, en eina mark leiksins skoraði Hugrún Pálsdóttir á 21. mínútu. Skagafjarðarstelpur eru nú í 2. sæti með tíu stig, jafnmörg stig og Keflavík sem er á toppnum. Augnablik er í 8. sæti með eitt stig eftir þrjá leiki.

Þá tók Víkingur Reykjavík á móti Gróttu í Fossvoginum. Lokatölur þar 1-3 fyrir Gróttu, Helga Rakel Fjalarsdóttir, María Lovísa Jónasdóttir og Emelía Óskarsdóttir skoruðu mörk Gróttu en Stefanía Ásta Tryggvadóttir skoraði eina mark Víkinga. Grótta í 4. sætinu með átta stig en Víkingsstelpur í níunda og næstneðsta sæti með eitt stig. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.